Jóhannes Karl: Pedersen lagðist í jörðina og vældi út gult spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2021 23:00 Ísak Snær Þorvaldsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 66. mínútu. vísir/hulda margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum gegn Íslandsmeisturum Vals. Róðurinn hafi hins vegar orðið þungur eftir að Ísak Snær Þorvaldsson var rekinn af velli um miðjan seinni hálfleik. „Við gátum pressað Valsarana nokkrum sinnum framarlega og þvinguðum þá nokkrum sinnum í að sparka boltanum út af. Við ætluðum að láta vaða á þá og vera óhræddir. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Viktor [Jónsson] komst meira að segja í hættulegt færi á fjærstöng og við fengum einhver hálffæri,“ sagði Jóhannes Karl við íþróttadeild eftir leik. „Við vorum sáttir með fyrri hálfleikinn og ætluðum að koma út í þann seinni og gera það sama. Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum fyrir að reyna og gefa allt í þetta.“ Jóhannes Karl var ósáttur við fyrra gula spjaldið sem Ísak Snær fékk. „Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöf,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst dómarann dæma vel og hef ekkert út á þá að setja en mér fannst fyrra gula spjaldið sem Ísak fékk, hann kom ekki við Patrick Pedersen sem henti sér upp, lagðist í jörðina og vældi út gult spjald. Haukur Páll [Sigurðsson] gerði svipað og liggur eftir. Mér fannst Birkir Már [Sævarsson] eiga að fá gult spjald fyrir að hjóla í Árna Snæ [Ólafsson] þegar við vorum að komast í hraða sókn. Eftir að við misstum Ísak út af var þetta virkilega erfitt.“ Skagamenn verða án Ísaks í leiknum gegn Víkingum um næstu helgi. „Við viljum ekki að hann missi af mörgum leikjum því hann skiptir okkur miklu máli. En það kemur alltaf maður í manns stað. Þetta er ekki spurning um einstaklinga. Liðsheildin mun koma okkur áfram,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Við gátum pressað Valsarana nokkrum sinnum framarlega og þvinguðum þá nokkrum sinnum í að sparka boltanum út af. Við ætluðum að láta vaða á þá og vera óhræddir. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Viktor [Jónsson] komst meira að segja í hættulegt færi á fjærstöng og við fengum einhver hálffæri,“ sagði Jóhannes Karl við íþróttadeild eftir leik. „Við vorum sáttir með fyrri hálfleikinn og ætluðum að koma út í þann seinni og gera það sama. Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum fyrir að reyna og gefa allt í þetta.“ Jóhannes Karl var ósáttur við fyrra gula spjaldið sem Ísak Snær fékk. „Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöf,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst dómarann dæma vel og hef ekkert út á þá að setja en mér fannst fyrra gula spjaldið sem Ísak fékk, hann kom ekki við Patrick Pedersen sem henti sér upp, lagðist í jörðina og vældi út gult spjald. Haukur Páll [Sigurðsson] gerði svipað og liggur eftir. Mér fannst Birkir Már [Sævarsson] eiga að fá gult spjald fyrir að hjóla í Árna Snæ [Ólafsson] þegar við vorum að komast í hraða sókn. Eftir að við misstum Ísak út af var þetta virkilega erfitt.“ Skagamenn verða án Ísaks í leiknum gegn Víkingum um næstu helgi. „Við viljum ekki að hann missi af mörgum leikjum því hann skiptir okkur miklu máli. En það kemur alltaf maður í manns stað. Þetta er ekki spurning um einstaklinga. Liðsheildin mun koma okkur áfram,“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn