Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2021 20:00 Þórólfur Guðnason kemur af rísisstjórnarfundi eftir að hafa kynnt henni tillögur sínar Vísir/Vilhelm Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir