Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 17:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti áætlunina á þriðjudag sem er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Í henni er gert ráð fyrir að 35% bólusetningarhópsins verði minnst kominn með fyrsta skammt bóluefnis í fyrri hluta maí. Því er framgangur bólusetningar lítillega á undan áætlun stjórnvalda eins og stendur. Fyrsta skref afléttingar var tekið þann 15. apríl þegar fjöldatakmörk voru aukin úr 10 í 20 manns. Einnig var opnað fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva, sviðslista og fleira með takmörkunum.Stjórnarráðið Samkvæmt áætluninni stefna stjórnvöld á þessu stigi að því að rýmka fjöldatakmörk og miða við mörk á bilinu 20 til 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Núgildandi fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. Þessar afléttingaráætlanir eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á faraldrinum sem gerir tillögur um breytingar. Vill bíða með afléttingar Núgildandi sóttvarnareglur gilda til 5. maí næstkomandi en Þórólfur Guðnason sagði í samtali við RÚV í dag að hann telji best að bíða með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðuna. Þá sagði hann ekki hægt að fullyrða að búið væri ná alveg tökum á þeim hópsmitum sem upp hafi komið að undanförnu. Þórólfur hafði ekki skilað tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrr í dag og hyggst skila minnisblaði um helgina. Fimm einstaklingar greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tölur gærdagsins litu ágætlega út. „Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti áætlunina á þriðjudag sem er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Í henni er gert ráð fyrir að 35% bólusetningarhópsins verði minnst kominn með fyrsta skammt bóluefnis í fyrri hluta maí. Því er framgangur bólusetningar lítillega á undan áætlun stjórnvalda eins og stendur. Fyrsta skref afléttingar var tekið þann 15. apríl þegar fjöldatakmörk voru aukin úr 10 í 20 manns. Einnig var opnað fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva, sviðslista og fleira með takmörkunum.Stjórnarráðið Samkvæmt áætluninni stefna stjórnvöld á þessu stigi að því að rýmka fjöldatakmörk og miða við mörk á bilinu 20 til 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Núgildandi fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. Þessar afléttingaráætlanir eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á faraldrinum sem gerir tillögur um breytingar. Vill bíða með afléttingar Núgildandi sóttvarnareglur gilda til 5. maí næstkomandi en Þórólfur Guðnason sagði í samtali við RÚV í dag að hann telji best að bíða með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðuna. Þá sagði hann ekki hægt að fullyrða að búið væri ná alveg tökum á þeim hópsmitum sem upp hafi komið að undanförnu. Þórólfur hafði ekki skilað tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrr í dag og hyggst skila minnisblaði um helgina. Fimm einstaklingar greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tölur gærdagsins litu ágætlega út. „Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10
Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21
Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23