Nokkur hundruð þegar fengið bóluefni Janssen á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2021 20:24 Til að mynda hófst bólusetning með bóluefni Janssen á Suðurnesjum í vikunni. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þótt bólusetning með bóluefni Janssen hefjist ekki á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í næstu viku er heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þegar komnar með skammta af bóluefninu. Til að mynda hófst bólusetning með bóluefni Janssen á Suðurnesjum í vikunni. Samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is fengu 376 bóluefni Jansen í gær og virðist sem það séu fyrstu skammtar bóluefnisins sem hafa verið í notaðir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru um þrjú hundruð einstaklingar bólusettir með bóluefni Jansen í þessari viku. Ekki hafa ennþá verið birtar tölur yfir fjölda bólusetninga sem fram fóru í dag en ætla má að sú tölfræði verði uppfærð á covid.is í fyrramálið. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að 2.400 skammta hafi þegar borist til landsins og að annar skammtur væri væntanlegur í þessari viku. Jansen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum við kórónuveirunni að því leyti að það er aðeins gefið einu sinni. Bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca er gefið tvisvar. Áætlað er að í þessari viku muni um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni þar sem notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Vikan er sú stærsta í bólusetningum vegna covid-19 frá upphafi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. 20. apríl 2021 14:39 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is fengu 376 bóluefni Jansen í gær og virðist sem það séu fyrstu skammtar bóluefnisins sem hafa verið í notaðir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru um þrjú hundruð einstaklingar bólusettir með bóluefni Jansen í þessari viku. Ekki hafa ennþá verið birtar tölur yfir fjölda bólusetninga sem fram fóru í dag en ætla má að sú tölfræði verði uppfærð á covid.is í fyrramálið. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að 2.400 skammta hafi þegar borist til landsins og að annar skammtur væri væntanlegur í þessari viku. Jansen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum við kórónuveirunni að því leyti að það er aðeins gefið einu sinni. Bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca er gefið tvisvar. Áætlað er að í þessari viku muni um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni þar sem notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Vikan er sú stærsta í bólusetningum vegna covid-19 frá upphafi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. 20. apríl 2021 14:39 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37
Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. 20. apríl 2021 14:39
Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24