Veittu ekki viðunandi leiðbeiningar vegna heimsóknarbanns Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 19:10 Eiginmaður konunnar hefði getað kært ákvörðunina um að synja ósk hans um undanþágu til að heimsækja hana til heilbrigðisráðuneytisins en hann var ekki upplýstur um þann rétt sinn. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina. Settur umboðsmaður Alþingis ritaði heilbrigðisráðherra bréf til að minna á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda í kjölfar málsins. Maðurinn leitaði til embættis landlæknis eftir að hjúkrunarheimilið þar sem konan hans býr synjaði honum um undanþágu frá banninu til að fá að heimsækja hana í mars í fyrra. Embættið óskaði eftir skýringum frá heimilinu og að þeim fengnum taldi það ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðsluna, að því er kemur fram í áliti umboðsmanns. Vísaði maðurinn máli sínu til heilbrigðisráðuneytisins í janúar og gerði athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöðu landlæknis. Ráðuneytið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu landlæknis vegna málsins. Í framhaldinu var lögð fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar og afgreiðslu landlæknisembættisins á erindi mannsins um að hjúkrunarheimilið hefði synjað undanþágubeiðni hans. Umboðsmaður gerði ekki efnislegar athugasemdir við niðurstöðu embættisins eða ráðuneytisins í málinu. Aftur á móti gagnrýndi umboðsmaður að hjúkrunarheimilið, landlæknir og heilbrigðisráðuneytið hefðu átt að gera manninum ljóst fyrr að landlæknisembættið hefði ekki aðkomu að kæru vegna ákvörðun hjúkrunarheimilisins um að synja beiðni hans. Stjórnvöld hefðu ekki veitt manninum viðunandi leiðbeiningar um að hann gæti kært synjunina til ráðuneytisins. Minnti umboðsmaður á að erindi stjórnvalda til borgaranna skuli vera nægjanlega skýr til að þeir geti gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni, ekki síst þegar teknar séu íþyngjandi stjórnvaldaákvarðanir. Skrifaðir Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið í huga framvegis. Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Settur umboðsmaður Alþingis ritaði heilbrigðisráðherra bréf til að minna á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda í kjölfar málsins. Maðurinn leitaði til embættis landlæknis eftir að hjúkrunarheimilið þar sem konan hans býr synjaði honum um undanþágu frá banninu til að fá að heimsækja hana í mars í fyrra. Embættið óskaði eftir skýringum frá heimilinu og að þeim fengnum taldi það ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðsluna, að því er kemur fram í áliti umboðsmanns. Vísaði maðurinn máli sínu til heilbrigðisráðuneytisins í janúar og gerði athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöðu landlæknis. Ráðuneytið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu landlæknis vegna málsins. Í framhaldinu var lögð fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar og afgreiðslu landlæknisembættisins á erindi mannsins um að hjúkrunarheimilið hefði synjað undanþágubeiðni hans. Umboðsmaður gerði ekki efnislegar athugasemdir við niðurstöðu embættisins eða ráðuneytisins í málinu. Aftur á móti gagnrýndi umboðsmaður að hjúkrunarheimilið, landlæknir og heilbrigðisráðuneytið hefðu átt að gera manninum ljóst fyrr að landlæknisembættið hefði ekki aðkomu að kæru vegna ákvörðun hjúkrunarheimilisins um að synja beiðni hans. Stjórnvöld hefðu ekki veitt manninum viðunandi leiðbeiningar um að hann gæti kært synjunina til ráðuneytisins. Minnti umboðsmaður á að erindi stjórnvalda til borgaranna skuli vera nægjanlega skýr til að þeir geti gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni, ekki síst þegar teknar séu íþyngjandi stjórnvaldaákvarðanir. Skrifaðir Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið í huga framvegis.
Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira