Íslenska liðið tapaði fyrr í dag fyrir Litáen á útivelli en fyrir leikinn var búist við öruggum sigri íslenska liðsins.
Eftir 41-29 sigur Portúgals í Ísrael er hins vegar ljóst að íslenska liðið mun leika á EM í janúar sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu.
Portúgalar er með átta stig, Ísland sex, Litáen fjögur og Ísrael tvö er ein umferð er eftir í riðlinum.
Erlingur Richardsson og lærisveinar í Hollandi unnu góðan sigur á Tyrklandi, 32-24, en leikið var í Tyrklandi.
Með sigrinum er Holland með sjö stig í riðli fimm, með jafn mörg og Slóvenía, en í þriðja sætinu er Pólland með fjögur.
Pólland og Slóvenía mætast þegar þetta er skrifað en Tyrkland er án stiga. Eftir þann leik eiga liðin einn leik eftir.