Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 11:47 Þórólfur fékk fyrri sprautuna af AstraZeneca í gær og sagðist í dag ekki hafa fundið fyrir aukaverkunum. Vísir/Vilhelm Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi en eins og frægt er orðið var hann meðal þeirra sem voru bólusettir í gær. Á þriðjudag voru bólusettir einstaklingar með langvinna sjúkdóma en í gær einstaklingar á aldrinum 60 til 69 ára. Þórólfur sagði að það væri ánægjulegt hversu margir hefðu þegið bólusetningu í gær, enda væri efnið jafn virkt og örugg og önnur fyrir þann hóp sem stæði það til boða. Hann sagði fjölda fyrirspurna hafa borist vegna bóluefnisins engu að síður og bað fólk um að sýna biðlund. Mikið álag væri á starfsmönnum heilsugæslunnar vegna fjölda fyrirspurna en þeim yrði öllum svarað með tíð og tíma. Þá benti hann fólki á að leita upplýsinga á covid.is og á vef Landlæknisembættisins og sagðist gruna að þar mætti finna mörg þeirra svara sem leitað væri að. Þórólfur sagði að í lok júní ættu Íslendingar að hafa fengið 360 þúsund skammta af bóluefni og væru þá ekki talin með sendingar AstraZeneca og Janssen í maí og júní, þar sem dreifingaráætlun fyrirtækjanna lægi ekki fyrir. Aðspurður sagðist Þórólfur telja afléttingaráætlun stjórnvalda raunhæfa, að því gefnu að aðgerðir á landamærunum bæru árangur og að dreifingaráætlanir lyfjaframleiðandanna stæðust. Þá sagði hann fyrri skammt bóluefnanna veita vernd gegn alvarlegum veikindum en fólk gæti enn fengið veiruna og smitað aðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi en eins og frægt er orðið var hann meðal þeirra sem voru bólusettir í gær. Á þriðjudag voru bólusettir einstaklingar með langvinna sjúkdóma en í gær einstaklingar á aldrinum 60 til 69 ára. Þórólfur sagði að það væri ánægjulegt hversu margir hefðu þegið bólusetningu í gær, enda væri efnið jafn virkt og örugg og önnur fyrir þann hóp sem stæði það til boða. Hann sagði fjölda fyrirspurna hafa borist vegna bóluefnisins engu að síður og bað fólk um að sýna biðlund. Mikið álag væri á starfsmönnum heilsugæslunnar vegna fjölda fyrirspurna en þeim yrði öllum svarað með tíð og tíma. Þá benti hann fólki á að leita upplýsinga á covid.is og á vef Landlæknisembættisins og sagðist gruna að þar mætti finna mörg þeirra svara sem leitað væri að. Þórólfur sagði að í lok júní ættu Íslendingar að hafa fengið 360 þúsund skammta af bóluefni og væru þá ekki talin með sendingar AstraZeneca og Janssen í maí og júní, þar sem dreifingaráætlun fyrirtækjanna lægi ekki fyrir. Aðspurður sagðist Þórólfur telja afléttingaráætlun stjórnvalda raunhæfa, að því gefnu að aðgerðir á landamærunum bæru árangur og að dreifingaráætlanir lyfjaframleiðandanna stæðust. Þá sagði hann fyrri skammt bóluefnanna veita vernd gegn alvarlegum veikindum en fólk gæti enn fengið veiruna og smitað aðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira