Stöð 2 Sport áfram með íslenska boltann Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2021 09:01 Íslandsmeistarar Vals verða á Stöð 2 Sport í sumar og þar verður Íslandsmótið í fótbolta fram til ársins 2026 hið minnsta. vísir/vilhelm Úrvalsdeildir karla og kvenna í fótbolta verða áfram á Stöð 2 Sport að minnsta kosti næstu fimm árin eftir að Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, ákvað að ganga til samninga við Sýn, sem á og rekur Stöð 2 Sport. ÍTF sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis í dag. Stöð 2 hefur verið með sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu frá árinu 1997 og mun sýna íslenska boltann á stöðvum sínum í sumar. Samningsgerðin nú er svo vegna tímabilanna frá 2022 til 2026. Í tilkynningu ÍTF segir að fjölmargir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt því áhuga að fá sýningarréttinn frá Pepsi Max-deildunum, eins og úrvalsdeildirnar heita í dag. „Reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport“ hafi hins vegar ráðið úrslitum um við hvaða aðila var ákveðið að semja. Aðilar hafa nú fimm vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður um útsendingar frá bikarkeppnunum og næstefstu deildum standa nú yfir við aðra aðila en Sýn, samkvæmt tilkynningu ÍTF. Síðar á árinu verður samið um streymis-, nafna- og útsendingarétt erlendis. Fréttatilkynning ÍTF: Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar hf. Pepsi Max-deild karla Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
ÍTF sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis í dag. Stöð 2 hefur verið með sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu frá árinu 1997 og mun sýna íslenska boltann á stöðvum sínum í sumar. Samningsgerðin nú er svo vegna tímabilanna frá 2022 til 2026. Í tilkynningu ÍTF segir að fjölmargir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt því áhuga að fá sýningarréttinn frá Pepsi Max-deildunum, eins og úrvalsdeildirnar heita í dag. „Reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport“ hafi hins vegar ráðið úrslitum um við hvaða aðila var ákveðið að semja. Aðilar hafa nú fimm vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður um útsendingar frá bikarkeppnunum og næstefstu deildum standa nú yfir við aðra aðila en Sýn, samkvæmt tilkynningu ÍTF. Síðar á árinu verður samið um streymis-, nafna- og útsendingarétt erlendis. Fréttatilkynning ÍTF: Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar hf.
Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust.
Pepsi Max-deild karla Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46