Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Fyrsti sjálfsafgreiðslukassi Krónunnar var tekinn í notkun á Bíldshöfða árið 2007 en nýjasta kynslóð kassanna var hins vegar sett upp í Krónunni í Nóatúni árið 2018.
Fyrstu sjálfsafgreiðslukassar Haga voru teknir í notkun í Bónus á Smáratorgi sama ár.
Að sögn Ástu Sigríðar Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, bjóða nokkrar verslanir nú eingöngu upp á sjálfsafgreiðslu. „En það er auðvitað alltaf starfsfólk við kassana til að aðstoða viðskiptavini,“ segir hún.
Hlutfall sjálfsafgreiðslu hjá Samkaupum er eilítið minna en hjá hinum verslanakeðjunum, eða um 50 prósent.