„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2021 20:17 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. „Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði. Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði.
Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira