„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2021 20:17 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. „Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði. Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði.
Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði