Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 19:21 Afléttingaráætlun stjórnvalda tekur mið af því hvernig gengur að bólusetja landsmenn. Sóttvarnalæknir mætti ásamt hátt í níu þúsund jafnöldum í bólusetningnu í dag Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira