Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 19:21 Afléttingaráætlun stjórnvalda tekur mið af því hvernig gengur að bólusetja landsmenn. Sóttvarnalæknir mætti ásamt hátt í níu þúsund jafnöldum í bólusetningnu í dag Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira