Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 18:32 Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta. AP/Jacquelyn Martin Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani. Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani.
Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15