Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 10:15 Klappað var fyrir Þórólfi þegar hann mætti til bólusetningar um klukkan tíu í dag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. Fyrr í mánuðinum ákvað Þórólfur að þiggja ekki bólusetningu sem læknir, þar sem hann væri ekki að hitta sjúklinga. Nú er komið að honum vegna aldurs hans en Þórolfur er fæddur árið 1953. Klappað var fyrir Þórólfi þegar hann gekk í salinn í Laugardalshöllinni en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, segir stemninguna hafa verið eins og landsliðið hafi verið að ganga á völl. Vonast er til þess að bólusetja níu þúsund manns í dag og alls 25 þúsund manns í vikunni. Þórólfur bólusettur.Vísir/Vilhelm Borið hefur á því að fólk hafi afþakkað bóluefni AstraZeneca en bóluefnið hefur verið tengt við afar sjaldgæf blóðsega og blæðingavandamál. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er. „Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu á mánudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. 27. apríl 2021 19:21 Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Unnið að því að árgangar sjái betur hvenær megi eiga von á að fá boð í bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að það væri til bóta að uppfæra bólusetningardagatal yfirvalda á þann veg að ákveðnir árgangar sæju betur hvenær von væri á að þeir kæmust í bólusetningu. Hún segir málið til skoðunar. 27. apríl 2021 11:19 „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fyrr í mánuðinum ákvað Þórólfur að þiggja ekki bólusetningu sem læknir, þar sem hann væri ekki að hitta sjúklinga. Nú er komið að honum vegna aldurs hans en Þórolfur er fæddur árið 1953. Klappað var fyrir Þórólfi þegar hann gekk í salinn í Laugardalshöllinni en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, segir stemninguna hafa verið eins og landsliðið hafi verið að ganga á völl. Vonast er til þess að bólusetja níu þúsund manns í dag og alls 25 þúsund manns í vikunni. Þórólfur bólusettur.Vísir/Vilhelm Borið hefur á því að fólk hafi afþakkað bóluefni AstraZeneca en bóluefnið hefur verið tengt við afar sjaldgæf blóðsega og blæðingavandamál. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er. „Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu á mánudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. 27. apríl 2021 19:21 Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Unnið að því að árgangar sjái betur hvenær megi eiga von á að fá boð í bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að það væri til bóta að uppfæra bólusetningardagatal yfirvalda á þann veg að ákveðnir árgangar sæju betur hvenær von væri á að þeir kæmust í bólusetningu. Hún segir málið til skoðunar. 27. apríl 2021 11:19 „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. 27. apríl 2021 19:21
Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29
Unnið að því að árgangar sjái betur hvenær megi eiga von á að fá boð í bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að það væri til bóta að uppfæra bólusetningardagatal yfirvalda á þann veg að ákveðnir árgangar sæju betur hvenær von væri á að þeir kæmust í bólusetningu. Hún segir málið til skoðunar. 27. apríl 2021 11:19
„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19