Hefur mætt flestum stærstu stjórunum og enginn þeirra hefur unnið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 12:00 Thomas Tuchel hefur breytt miklu hjá Chelsea síðan hann tók við á Brúnni. EPA-EFE/Andy Rain Thomas Tuchel er að gera mjög flotta hluti með Chelsea liðið og liðið hans er í fínum málum eftir fyrri undanúrslitaleikinn á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Chelsea fór til Spánar og náði 1-1 jafntefli í gær eftir að hafa komist yfir í leiknum. Tuchel var mjög sáttur með að tapa ekki leiknum og að fá útivallarmark í kaupbæti. Hinn 47 ára gamli Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar þegar Frank Lampard þurfti að taka pokann sinn. Chelsea liðið hafði þá tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en það varð strax mikil breyting á því þegar Þjóðverjinn tók við. Chelsea hefur aðeins tapað einum deildarleik af fjórtán síðan Tuchel tók við, liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og á mjög góða möguleika á því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Tuchel á síðustu leiktíð og hann gæti því komist þangað annað árið í röð. ESPN vakti athygli á því að Thomas Tuchel hafi þegar mætt mörgum af stærstu stjórunum sem knattspyrnustjóri Chelsea og enginn þeirra hefur unnið hann. Thomas Tuchel has come up against the following managers since he's been in charge at Chelsea:MourinhoSimeoneKloppAncelottiGuardiolaZidaneHe hasn't lost to any of them. pic.twitter.com/hnnq3w7Huy— ESPN FC (@ESPNFC) April 27, 2021 Chelsea vann 1-0 útisigur á Tottenham í febrúar (Jose Mourinho). Chelsea vann 1-0 útisigur á Liverpool í mars (Jürgen Klopp). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Everton í mars (Carlo Ancelotti). Chelsea vann 1-0 bikarsigur á Manchester City í apríl (Pep Guardiola). Chelsea vann 1-0 útisigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea gerði 1-1 jafntefli á móti Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni (Zinedine Zidane). Það hafa bara tvær knattspyrnustjórar unnið Chelsea síðan að Thomas Tuchel settist í stjórastólinn á Stamford Bridge. Annnar þeirra er Sam Allardyce hjá West Bromwich Albion en WBA vann 5-2 útisigur á Chelsea 3. april. Hitt tapið kom í seinni leiknum á móti Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjóri portúgalska liðsins er Sérgio Conceicao. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Chelsea fór til Spánar og náði 1-1 jafntefli í gær eftir að hafa komist yfir í leiknum. Tuchel var mjög sáttur með að tapa ekki leiknum og að fá útivallarmark í kaupbæti. Hinn 47 ára gamli Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar þegar Frank Lampard þurfti að taka pokann sinn. Chelsea liðið hafði þá tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en það varð strax mikil breyting á því þegar Þjóðverjinn tók við. Chelsea hefur aðeins tapað einum deildarleik af fjórtán síðan Tuchel tók við, liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og á mjög góða möguleika á því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Tuchel á síðustu leiktíð og hann gæti því komist þangað annað árið í röð. ESPN vakti athygli á því að Thomas Tuchel hafi þegar mætt mörgum af stærstu stjórunum sem knattspyrnustjóri Chelsea og enginn þeirra hefur unnið hann. Thomas Tuchel has come up against the following managers since he's been in charge at Chelsea:MourinhoSimeoneKloppAncelottiGuardiolaZidaneHe hasn't lost to any of them. pic.twitter.com/hnnq3w7Huy— ESPN FC (@ESPNFC) April 27, 2021 Chelsea vann 1-0 útisigur á Tottenham í febrúar (Jose Mourinho). Chelsea vann 1-0 útisigur á Liverpool í mars (Jürgen Klopp). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Everton í mars (Carlo Ancelotti). Chelsea vann 1-0 bikarsigur á Manchester City í apríl (Pep Guardiola). Chelsea vann 1-0 útisigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea gerði 1-1 jafntefli á móti Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni (Zinedine Zidane). Það hafa bara tvær knattspyrnustjórar unnið Chelsea síðan að Thomas Tuchel settist í stjórastólinn á Stamford Bridge. Annnar þeirra er Sam Allardyce hjá West Bromwich Albion en WBA vann 5-2 útisigur á Chelsea 3. april. Hitt tapið kom í seinni leiknum á móti Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjóri portúgalska liðsins er Sérgio Conceicao.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira