Guardiola svaf ekki vegna áhyggja af Neymar og Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 09:30 Kylian Mbappe og Neymar hafa skorað saman fjórtán mörk í Meistaradeildinni og alls 51 mark saman í öllum keppnum. Getty/John Berry Knattspyrnustjóri Manchester City hefur miklar áhyggjur af framherjapari Paris Saint Germain fyrir Meistaradeildarleik liðanna í kvöld. Hann er viss um að Barcelona hefði unnið Meistaradeildina oftar með Neymar. Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira
Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira