Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:21 Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29
Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22