Bein útsending: Drónar fljúga yfir gosinu í alla nótt Tinni Sveinsson skrifar 27. apríl 2021 16:35 Drónarnir njóta sín við gosstöðvarnar í kvöld og nótt. Ari Magg Hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi úr drónum frá gosstöðvum við Fagradalsfjall í allt kvöld og nótt. Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns. Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns.
Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26