Svandís sagði á Alþingi í gær að áætlunin byggði á viðmiðum sem taki tillit til hversu hátt hlutfall þjóðarinnar hafi verið bólusett gegn Covid-19.
Fram kom í máli hennar að nú þegar hafi fyrsta viðmiðið náðst eftir að að 25% fullorðinna fengu sína fyrri bólusetningu. Þá mætti búast við að næstu afléttingar samkvæmt áætluninni tækju til að mynda gildi þegar 35% þjóðarinnar, 50% og 75% hefðu fengið bólusetningu.
Uppfært: Útsendingu er lokið en viðtalið við Svandísi má sjá neðar í fréttinni. Nánar má lesa um áætlunina hér.
Áður hefur ríkisstjórnin gefið út að hún vonist til að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands í júní þegar því er spáð að 67% Íslendinga, 16 ára og eldri, verði búnir að fá sinn fyrri skammt.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu auk þess sem boðið verður upp á textalýsingu.