Sif spilaði fyrsta leikinn í eitt og hálft ár: „Er á undan áætlun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 09:01 Sif Atladóttir hefur leikið 82 landsleiki. vísir/bára Sif Atladóttir lék sinn fyrsta leik síðan í október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður undir lokin í 2-1 sigri Kristianstad á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Sif missti af öllu síðasta tímabili en hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra. „Þetta var bara geggjað. Ég bjóst ekkert endilega við að vera hent inn á en ég er töluvert á undan áætlun miðað við það sem ég hugsaði sjálf. Þetta var bara mikið gleðiefni og gaman að losa um mesta stressið,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Hún bjóst alls ekki við að vera komin aftur á fulla ferð jafn snemma og raun bar vitni. Sif er þó með báða fætur á jörðinni og býst ekki við að berjast um sæti í byrjunarliði Kristianstad fyrr en seinni hluta tímabilsins. „Eftir fyrri meðgöngu tók það mig alveg heilt ár að fá snerpuna og allt til baka. En það var líka annar tími á árinu. Ég byrjaði að spila fjórum mánuðum eftir barnsburð en var alls ekki tilbúin í það. Ég hef fengið lengri undirbúning núna og getað byggt mig betur upp. Ég hugsaði að fyrsta markmiðið væri að vera komin á bekkinn fyrir fyrsta leik en það var frekar fjarlægur draumur. En það er að ganga upp,“ sagði Sif. „Ég hugsaði að fyrri hluta tímabils gæti ég verið sterk að koma inn af bekknum. Allt annað var bónus. Svo stefndi ég að því að berjast um sæti í liðinu eftir sumarfrí. En ég er aðeins á undan áætlun og það verður spennandi að sjá hvernig ég bregst við á næstu vikum. Planið er samt það sama. Pressan sem ég set á sjálfa mig er ekki að berjast um byrjunarliðssæti fyrr en í haust. En það gæti komið fyrr miðað við hvernig mér líður.“ Aðrar aðstæður en síðast Sif segist hafa verið fljótari að ná sér núna en eftir fyrri meðgönguna. Hún eignaðist fyrra barn sitt 2015. „Líklega en það hefur eitthvað með það að gera að í fyrri fæðingunni sat hún föst í fjörutíu tíma og endaði með bráðakeisaraskurði. Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir það. En núna var þetta fyrirfram ákveðinn keisari,“ sagði Sif. „Svo náði ég að byggja mig betur upp frá byrjun en síðast. Þá var ég á miðju tímabili, hópurinn hjá okkur var þunnur og ég þurfti að vera komin til baka, líka fjárhagslega. Fæðingarorlofið mitt var að renna út á þeim tíma sem ég byrjaði aftur í september. Aðstæðurnar eru aðrar en ég held ég sé á betri stað en síðast,“ sagði Sif. Erfiðara að komast í liðið Lið Kristianstad er líka talsvert sterkara en síðast þegar Sif sneri aftur eftir barneignarleyfi. „Félagið er á miklu betri stað en þá. Að sama skapi er kannski erfiðara fyrir mig að koma mér til baka því hópurinn er sterkari og fleiri leikmenn að berjast um stöður. Það er meira krefjandi fyrir mig en gaman að gera veitt ungu leikmönnunum smá samkeppni. Mér fylgir reynsla sem er erfitt að kaupa sér,“ sagði Sif. Munu ekki fagna 3. sætinu Í fyrra náði Kristianstad besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með því tryggði Kristianstad sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti. Stefnan er sett á að gera betur í ár. „Kristianstad mun ekki fagna 3. sætinu aftur eins og við gerðum í fyrra. Við stefnum auðvitað um að komast ofar í töfluna,“ sagði Sif. En þýðir það ekki að Kristianstad ætli að berjast um sænska meistaratitilinn? „Það er ekki langt eftir en við vitum hvað við eigum inni frá því í fyrra og stefnum á að gera betur. Aðalmálið er að einbeita okkur að okkar leik. Ég veit hvað býr í þessu liði og við stefnum hærra,“ svaraði Sif. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Sif missti af öllu síðasta tímabili en hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra. „Þetta var bara geggjað. Ég bjóst ekkert endilega við að vera hent inn á en ég er töluvert á undan áætlun miðað við það sem ég hugsaði sjálf. Þetta var bara mikið gleðiefni og gaman að losa um mesta stressið,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Hún bjóst alls ekki við að vera komin aftur á fulla ferð jafn snemma og raun bar vitni. Sif er þó með báða fætur á jörðinni og býst ekki við að berjast um sæti í byrjunarliði Kristianstad fyrr en seinni hluta tímabilsins. „Eftir fyrri meðgöngu tók það mig alveg heilt ár að fá snerpuna og allt til baka. En það var líka annar tími á árinu. Ég byrjaði að spila fjórum mánuðum eftir barnsburð en var alls ekki tilbúin í það. Ég hef fengið lengri undirbúning núna og getað byggt mig betur upp. Ég hugsaði að fyrsta markmiðið væri að vera komin á bekkinn fyrir fyrsta leik en það var frekar fjarlægur draumur. En það er að ganga upp,“ sagði Sif. „Ég hugsaði að fyrri hluta tímabils gæti ég verið sterk að koma inn af bekknum. Allt annað var bónus. Svo stefndi ég að því að berjast um sæti í liðinu eftir sumarfrí. En ég er aðeins á undan áætlun og það verður spennandi að sjá hvernig ég bregst við á næstu vikum. Planið er samt það sama. Pressan sem ég set á sjálfa mig er ekki að berjast um byrjunarliðssæti fyrr en í haust. En það gæti komið fyrr miðað við hvernig mér líður.“ Aðrar aðstæður en síðast Sif segist hafa verið fljótari að ná sér núna en eftir fyrri meðgönguna. Hún eignaðist fyrra barn sitt 2015. „Líklega en það hefur eitthvað með það að gera að í fyrri fæðingunni sat hún föst í fjörutíu tíma og endaði með bráðakeisaraskurði. Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir það. En núna var þetta fyrirfram ákveðinn keisari,“ sagði Sif. „Svo náði ég að byggja mig betur upp frá byrjun en síðast. Þá var ég á miðju tímabili, hópurinn hjá okkur var þunnur og ég þurfti að vera komin til baka, líka fjárhagslega. Fæðingarorlofið mitt var að renna út á þeim tíma sem ég byrjaði aftur í september. Aðstæðurnar eru aðrar en ég held ég sé á betri stað en síðast,“ sagði Sif. Erfiðara að komast í liðið Lið Kristianstad er líka talsvert sterkara en síðast þegar Sif sneri aftur eftir barneignarleyfi. „Félagið er á miklu betri stað en þá. Að sama skapi er kannski erfiðara fyrir mig að koma mér til baka því hópurinn er sterkari og fleiri leikmenn að berjast um stöður. Það er meira krefjandi fyrir mig en gaman að gera veitt ungu leikmönnunum smá samkeppni. Mér fylgir reynsla sem er erfitt að kaupa sér,“ sagði Sif. Munu ekki fagna 3. sætinu Í fyrra náði Kristianstad besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með því tryggði Kristianstad sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti. Stefnan er sett á að gera betur í ár. „Kristianstad mun ekki fagna 3. sætinu aftur eins og við gerðum í fyrra. Við stefnum auðvitað um að komast ofar í töfluna,“ sagði Sif. En þýðir það ekki að Kristianstad ætli að berjast um sænska meistaratitilinn? „Það er ekki langt eftir en við vitum hvað við eigum inni frá því í fyrra og stefnum á að gera betur. Aðalmálið er að einbeita okkur að okkar leik. Ég veit hvað býr í þessu liði og við stefnum hærra,“ svaraði Sif.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira