Ég á þetta, ég má þetta? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Samherjaskjölin Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun