Landsnet kærir ákvörðun Voga Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 13:28 Ragmagnslínur á Reykjanesi. Bæjarstjórn Voga vill Suðurnesjalínu 2 í jarðstreng en Landsnet segir það ekki góðan kost. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. Bæjarstjórn Voga hafnaði framkvæmdaleyfinu nýverið og vill frekar að lagður verði jarðstrengur en að spennulínur verði reistar. Kæra Landsnets byggir, samkvæmt tilkynningu, á því „að skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um“. Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundarsyni, forstjóra Landsnets, að Suðurnesjalína 2 sé mikilvæg framkvæmd til að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum. Stjórnvöld hafi sett svæðið í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda sé öryggi raforkukerfisins á svæðinu ábótavant. „Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan mun liggja um, og nær allir landeigendur, hafa samþykkt lagningu hennar. Ákvörðun Voga að hafna framkvæmdaleyfinu, þrátt fyrir að Landsnet hafi uppfyllt öll skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis, voru því vonbrigði og setur verkefnið í uppnám“ segir Guðmundur. Landsnet segir að að loftlínuvalkosturinn tryggi best afhendingaröryggi raforku af þeim kostum sem voru skoðaðir. Rannsóknir hafi sýnt að svæðið sé útsett fyrir jarðskjálftum og eldgosum sem geri jarðstreng ekki góðan kost. Hraunrennsli og jarðskjálftar geti skemmt hann en loftlínur þoli hreyfingu betur og hægt sé að verja þær gegn hrauni. Einnig felur jarðstrengsvalkostur í sér umtalsverðan viðbótarkostnað sem notendur raforku þyrftu að borga. Auk þess sem sá kostur fellur ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í flutningskerfinu og er ekki í samræmi við raforkulög. Í ljósi þessa er Landsneti að lögum ekki heimilt að ráðast í dýrari framkvæmd enda hafi dómstólar komist að niðurstöðu um að líta beri til sjónarmiða um hagkvæmni og öryggi við ákvarðanir uppbyggingu flutningskerfisins, m.a. viðmiða stefnu stjórnvalda um lagningu raflína,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Myndu verja línuna með varnargörðum eða kælingu Ólíklegt er talið að eldgos á Reykjanesi myndi valda truflunum á raforkuflutningi Suðurnesjalínu á Reykjanesi miðað við nýtt áhættumat. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Ef útlit sé fyrir að hraun muni ógna háspennulínum verði tími til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum. 4. mars 2021 15:34 Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Bæjarstjórn Voga hafnaði framkvæmdaleyfinu nýverið og vill frekar að lagður verði jarðstrengur en að spennulínur verði reistar. Kæra Landsnets byggir, samkvæmt tilkynningu, á því „að skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um“. Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundarsyni, forstjóra Landsnets, að Suðurnesjalína 2 sé mikilvæg framkvæmd til að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum. Stjórnvöld hafi sett svæðið í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda sé öryggi raforkukerfisins á svæðinu ábótavant. „Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan mun liggja um, og nær allir landeigendur, hafa samþykkt lagningu hennar. Ákvörðun Voga að hafna framkvæmdaleyfinu, þrátt fyrir að Landsnet hafi uppfyllt öll skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis, voru því vonbrigði og setur verkefnið í uppnám“ segir Guðmundur. Landsnet segir að að loftlínuvalkosturinn tryggi best afhendingaröryggi raforku af þeim kostum sem voru skoðaðir. Rannsóknir hafi sýnt að svæðið sé útsett fyrir jarðskjálftum og eldgosum sem geri jarðstreng ekki góðan kost. Hraunrennsli og jarðskjálftar geti skemmt hann en loftlínur þoli hreyfingu betur og hægt sé að verja þær gegn hrauni. Einnig felur jarðstrengsvalkostur í sér umtalsverðan viðbótarkostnað sem notendur raforku þyrftu að borga. Auk þess sem sá kostur fellur ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í flutningskerfinu og er ekki í samræmi við raforkulög. Í ljósi þessa er Landsneti að lögum ekki heimilt að ráðast í dýrari framkvæmd enda hafi dómstólar komist að niðurstöðu um að líta beri til sjónarmiða um hagkvæmni og öryggi við ákvarðanir uppbyggingu flutningskerfisins, m.a. viðmiða stefnu stjórnvalda um lagningu raflína,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Myndu verja línuna með varnargörðum eða kælingu Ólíklegt er talið að eldgos á Reykjanesi myndi valda truflunum á raforkuflutningi Suðurnesjalínu á Reykjanesi miðað við nýtt áhættumat. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Ef útlit sé fyrir að hraun muni ógna háspennulínum verði tími til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum. 4. mars 2021 15:34 Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Myndu verja línuna með varnargörðum eða kælingu Ólíklegt er talið að eldgos á Reykjanesi myndi valda truflunum á raforkuflutningi Suðurnesjalínu á Reykjanesi miðað við nýtt áhættumat. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Ef útlit sé fyrir að hraun muni ógna háspennulínum verði tími til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum. 4. mars 2021 15:34
Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53