Fagnar því að fá Valgeir aftur en segir ólíklegt að hann spili í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 13:00 Valgeir Valgeirsson kom með beinum hætti að níu mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/daníel Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, fagnar því að fá Valgeir Valgeirsson aftur til félagsins. Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira