Krossar fingur að gripið hafi verið nógu snemma inn í Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2021 10:48 Fjórir af sama vinnustaðnum greindust með Covid19 í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í Ölfusi í gær þegar fjórir einstaklingar af sama vinnustaðnum greindust með kórónuveiruna. Bæjarstjórinn segir fólk áhyggjufullt en vonar að gripið hafi verið inn í nógu snemma. Þá greindist barn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með kórónuveiruna á laugardag og eru nú níutíu nemendur og þrjátíu starfsmenn komnir í sóttkví. Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira