35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 13:00 Þessi mynd var tekin nokkrum vikum eftir sprenginguna í kjarnakljúfi fjögur. Getty/Laski Diffusion 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. Þúsundir frekari dauðsfalla hafa verið rakin til slyssins, sem hafði gífurlegar afleiðingar fyrir Sovétríkin og heiminn allan. Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovíetríkjanna, hefur sagt að slysið hafi verið einn af síðustu nöglunum í líkkistu ríkjabandalagsins. Drónamynd af draugabænum Pripyat með kjarnorkuverið í bakgrunni.AP/Efrem Lukatsky Ráðamenn í Sovétríkjunum héldu leynd yfir því sem hafði gerst. Íbúar Pripyat voru fluttir á brott þann 27. apríl og var þeim sagt að þau myndu snúa aftur eftir þrjá daga. Brottflutningurinn er þó enn í gildi. Þar bjuggu um 50 þúsund manns en bærinn hafði verið sérstaklega byggður fyrir starfsmenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra. Öðrum var ekkert sagt. Sovétríkin sögðu umheiminum ekkert frá slysinu, jafnvel þó geislavirkni breiddist yfir Evrópu. Alþjóðasamfélagið komst þó á snoðir um slysið þann 28. apríl, þegar geislavirknin greindist á mælum í Svíþjóð. Það var ekki fyrr en 14. maí sem Mikhail Goarbachev, þáverandi leiðtogi Sovíetríkjanna tjáði sig um slysið og viðurkenndi að það hefði átt sér stað. Úr stjórnstöð Tsjernobyl, nokkrum m´nauðum fyrir slysið árið 1986.Getty/Laski Diffusion Rúmlega hundrað þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum og um 2.600 ferkílómetra svæði í kringum kjarnakljúfinn lokað. Þeir einu sem voru á svæðinu voru verkamenn sem unnu að hreinsun og því að grafa kjarnakljúfinn. Geislun barst frá kjarnakljúfnum allt til ársins 2019, þegar nýr hlífðarskjöldur var reistur í kringum allt kjarnorkuverið. Þar inni vinna vélmenni að því að taka kjarnakljúfa orkuversins í sundur. Vonast er til þess að því starfi geti verið lokið fyrir árið 2064, samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar. On the 35th anniversary of the Chornobyl disaster, we join Ukrainians in honouring the victims. Many lives could have been saved if Soviet propaganda had not hidden the truth. Since 1991, has been supporting with over 1bn to maintain a high level of nuclear safety. pic.twitter.com/eubDsiXNLm— EU in Ukraine (@EUDelegationUA) April 26, 2021 Slysið er annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin heldur utan um lista yfir kjarnorkuslys sem orðið hafa í heiminum og skilgreinir þau eftir stærð, alvarleika og umfangi. Á INES-listanum svokallaða er slysum skipt í sjö flokka. Einungis tvo slys eru í efsta flokki. Slysið í Tsjernobyl og slysið í Fukushima í Japan. Ekki er farið nánar út í það hvort slysið teljist alvarlegra. AP fréttaveitan segir úkraínska embættismenn nú finna fyrir meiri jákvæðni en áður í garð Tsjarnobyl. Vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið betur fyrir ferðamenn, sem fjölgaði í kjölfar sýningar þáttanna um slysið sem frumsýndir voru 2019. Til að mynda er verið að vinna að gerð göngustíga þar sem ferðamenn geta gengið öruggir um Pripyat. Hér má sjá hvernig Pripyat leit út fyrir nokkrum árum síðan. Þó ferðamönnum sé tiltölulega öruggt að skoða svæðið er búseta þar ólögleg. Þrátt fyrir það búa um hundrað manns á svæðinu og hafa þau neitað að yfirgefa svæðið þrátt fyrir skipanir. Þá hefur dýralíf blómstrað á svæðinu og finnast þar birnir, úlfar, kettir, villtir hestar og ýmsar aðrar dýrategundir. Það hefur komið vísindamönnum á óvart hve miklar varnir gegn geislun dýrin hafa og hve fljótt þau aðlöðuðust geislavirkninni. Það er til rannsóknar hjá vísindamönnum frá Úkraínu, Japan og Þýskalandi. Meðal þeirra sem búa þarna er hinn 84 ára gamli Jevgení Markevíts. Hér má sjá myndefni þar sem rætt er við hann. Ráðamenn í Úkraínu stefna nú að því að Tsjernobyl verði bætt á minjalista UNESCO og vonast þeir til þess að það myndi laða að fleiri ferðamenn og fjárfestingu. Þegar er búið að grípa til aðgerða í þá átt að Úkraínumenn geti sótt um að Tsjernobyl verði bætt á listann. Frá minningarathöfn í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Í frétt Guardian er haft eftir Oleksandr Tkasjenkó, menningarráðherra Úkraínu, að verndun Tsjernobyl sé mikilvæg öllum heimsbúum. Hann segir að svæðið ætti ekki að vera leikvöllur fyrir ævintýramenn, heldur ætti fólk að yfirgefa það Tsjernobyl Úkraína Kjarnorka Sovétríkin Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Þúsundir frekari dauðsfalla hafa verið rakin til slyssins, sem hafði gífurlegar afleiðingar fyrir Sovétríkin og heiminn allan. Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovíetríkjanna, hefur sagt að slysið hafi verið einn af síðustu nöglunum í líkkistu ríkjabandalagsins. Drónamynd af draugabænum Pripyat með kjarnorkuverið í bakgrunni.AP/Efrem Lukatsky Ráðamenn í Sovétríkjunum héldu leynd yfir því sem hafði gerst. Íbúar Pripyat voru fluttir á brott þann 27. apríl og var þeim sagt að þau myndu snúa aftur eftir þrjá daga. Brottflutningurinn er þó enn í gildi. Þar bjuggu um 50 þúsund manns en bærinn hafði verið sérstaklega byggður fyrir starfsmenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra. Öðrum var ekkert sagt. Sovétríkin sögðu umheiminum ekkert frá slysinu, jafnvel þó geislavirkni breiddist yfir Evrópu. Alþjóðasamfélagið komst þó á snoðir um slysið þann 28. apríl, þegar geislavirknin greindist á mælum í Svíþjóð. Það var ekki fyrr en 14. maí sem Mikhail Goarbachev, þáverandi leiðtogi Sovíetríkjanna tjáði sig um slysið og viðurkenndi að það hefði átt sér stað. Úr stjórnstöð Tsjernobyl, nokkrum m´nauðum fyrir slysið árið 1986.Getty/Laski Diffusion Rúmlega hundrað þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum og um 2.600 ferkílómetra svæði í kringum kjarnakljúfinn lokað. Þeir einu sem voru á svæðinu voru verkamenn sem unnu að hreinsun og því að grafa kjarnakljúfinn. Geislun barst frá kjarnakljúfnum allt til ársins 2019, þegar nýr hlífðarskjöldur var reistur í kringum allt kjarnorkuverið. Þar inni vinna vélmenni að því að taka kjarnakljúfa orkuversins í sundur. Vonast er til þess að því starfi geti verið lokið fyrir árið 2064, samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar. On the 35th anniversary of the Chornobyl disaster, we join Ukrainians in honouring the victims. Many lives could have been saved if Soviet propaganda had not hidden the truth. Since 1991, has been supporting with over 1bn to maintain a high level of nuclear safety. pic.twitter.com/eubDsiXNLm— EU in Ukraine (@EUDelegationUA) April 26, 2021 Slysið er annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin heldur utan um lista yfir kjarnorkuslys sem orðið hafa í heiminum og skilgreinir þau eftir stærð, alvarleika og umfangi. Á INES-listanum svokallaða er slysum skipt í sjö flokka. Einungis tvo slys eru í efsta flokki. Slysið í Tsjernobyl og slysið í Fukushima í Japan. Ekki er farið nánar út í það hvort slysið teljist alvarlegra. AP fréttaveitan segir úkraínska embættismenn nú finna fyrir meiri jákvæðni en áður í garð Tsjarnobyl. Vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið betur fyrir ferðamenn, sem fjölgaði í kjölfar sýningar þáttanna um slysið sem frumsýndir voru 2019. Til að mynda er verið að vinna að gerð göngustíga þar sem ferðamenn geta gengið öruggir um Pripyat. Hér má sjá hvernig Pripyat leit út fyrir nokkrum árum síðan. Þó ferðamönnum sé tiltölulega öruggt að skoða svæðið er búseta þar ólögleg. Þrátt fyrir það búa um hundrað manns á svæðinu og hafa þau neitað að yfirgefa svæðið þrátt fyrir skipanir. Þá hefur dýralíf blómstrað á svæðinu og finnast þar birnir, úlfar, kettir, villtir hestar og ýmsar aðrar dýrategundir. Það hefur komið vísindamönnum á óvart hve miklar varnir gegn geislun dýrin hafa og hve fljótt þau aðlöðuðust geislavirkninni. Það er til rannsóknar hjá vísindamönnum frá Úkraínu, Japan og Þýskalandi. Meðal þeirra sem búa þarna er hinn 84 ára gamli Jevgení Markevíts. Hér má sjá myndefni þar sem rætt er við hann. Ráðamenn í Úkraínu stefna nú að því að Tsjernobyl verði bætt á minjalista UNESCO og vonast þeir til þess að það myndi laða að fleiri ferðamenn og fjárfestingu. Þegar er búið að grípa til aðgerða í þá átt að Úkraínumenn geti sótt um að Tsjernobyl verði bætt á listann. Frá minningarathöfn í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Í frétt Guardian er haft eftir Oleksandr Tkasjenkó, menningarráðherra Úkraínu, að verndun Tsjernobyl sé mikilvæg öllum heimsbúum. Hann segir að svæðið ætti ekki að vera leikvöllur fyrir ævintýramenn, heldur ætti fólk að yfirgefa það
Tsjernobyl Úkraína Kjarnorka Sovétríkin Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira