Af réttlátum og óréttlátum umskiptum Drífa Snædal skrifar 23. apríl 2021 16:00 Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið! Sumardaginn fyrsta bar upp á sama dag og dag jarðar, sem er alþjóðlegur dagur til áminningar um mikilvægi umhverfisverndar. Ef okkur á að verða ágengt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þyrftu allir dagar að vera tileinkaðir jörðinni; gagngerar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum eru óumflýjanlegar. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um breytingar á vinnumarkaði undir yfirskriftinni réttlát umskipti. Markmiðið með réttlátum umskiptum er að tryggja réttindi og lífsviðurværi fólks í gegnum breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagsbreytinga. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. Grunnstefið er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa. Eins og staðan er í dag hefur skort á þessi gleraugu þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og tæknibreytingar hafa heldur orðið til að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Þessari þróun þarf að snúa við. Ein af þeim starfsstéttum sem mun ekki hverfa vegna tæknibreytinga er umönnun. Reyndar er talið að til framtíðar muni vægi starfa í umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sífellt aukast. Þar er ekki svo auðvelt að skipta manneskjunni út. Þetta þarf að hafa í huga við mótun framtíðarumhverfis öldrunarþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða birtist þó hvergi í þeirri tilfærslu á rekstri hjúkrunarheimila sem nú stendur yfir, þar sem ríkið fríar sig ábyrgð á kjararýrnun starfsfólksins. Í vikunni sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem minnt er á ábyrgð ríkisins á kjörum starfsfólks hjúkrunarheimila. Það er nefnilega ríkið sem setur rammann utan um reksturinn og ákvarðar daggjaldið, sem er svo lágt að það felur beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu mögulegu laun. Hér eiga sér því stað óréttlát umskipti, þar sem starfsfólk er látið borga brúsann og stéttarfélög sem hafa barist duglega fyrir hagsmunum þessar láglaunahópa eru send ár og jafnvel áratugi aftur í tímann. Við þetta verður ekki unað! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið! Sumardaginn fyrsta bar upp á sama dag og dag jarðar, sem er alþjóðlegur dagur til áminningar um mikilvægi umhverfisverndar. Ef okkur á að verða ágengt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þyrftu allir dagar að vera tileinkaðir jörðinni; gagngerar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum eru óumflýjanlegar. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um breytingar á vinnumarkaði undir yfirskriftinni réttlát umskipti. Markmiðið með réttlátum umskiptum er að tryggja réttindi og lífsviðurværi fólks í gegnum breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagsbreytinga. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. Grunnstefið er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa. Eins og staðan er í dag hefur skort á þessi gleraugu þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og tæknibreytingar hafa heldur orðið til að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Þessari þróun þarf að snúa við. Ein af þeim starfsstéttum sem mun ekki hverfa vegna tæknibreytinga er umönnun. Reyndar er talið að til framtíðar muni vægi starfa í umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sífellt aukast. Þar er ekki svo auðvelt að skipta manneskjunni út. Þetta þarf að hafa í huga við mótun framtíðarumhverfis öldrunarþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða birtist þó hvergi í þeirri tilfærslu á rekstri hjúkrunarheimila sem nú stendur yfir, þar sem ríkið fríar sig ábyrgð á kjararýrnun starfsfólksins. Í vikunni sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem minnt er á ábyrgð ríkisins á kjörum starfsfólks hjúkrunarheimila. Það er nefnilega ríkið sem setur rammann utan um reksturinn og ákvarðar daggjaldið, sem er svo lágt að það felur beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu mögulegu laun. Hér eiga sér því stað óréttlát umskipti, þar sem starfsfólk er látið borga brúsann og stéttarfélög sem hafa barist duglega fyrir hagsmunum þessar láglaunahópa eru send ár og jafnvel áratugi aftur í tímann. Við þetta verður ekki unað! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun