„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 15:59 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni. Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira