Jóhann Óli vill friða alla sjófugla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. apríl 2021 13:07 Æti í sjónum hefur minnkað mikið fyrir sjófugla og því fækkar þeim svona mikið. Hér eru súlur. Jóhann Óli Hilmarsson Ástand sjófugla er mjög dapurs við Ísland enda hefur fækkað mikið í öllum sjófuglastofnum vegna hlýnandi sjávarhita. Ísland og hafsvæðið umhverfis landið eru mikilvæg útbreiðslusvæði nokkurra stærstu sjófuglastofna í Norðaustur-Atlantshafi en nú er svo komið að sjófuglum fækkar og fækkar og eru sumar tegundirnar í frjálsu falli eins og Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur orðar það. Hann segir hlýnun sjávar ástæðuna fyrir fækkun sjófugla, sem valdi ætisskorti hjá fuglunum. „Norrænar tegundir eins og stuttnefjan, henni hefur fækkað mest, hún er næstum því horfin úr sumum björgum og henni er að fækka mikið,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur sem vill að allir sjófuglar við Ísland verði friðaðir ekki seinna en strax. Hann gerir mikið af því að mynda fugla.Aðsend Jóhann Óli segir að ef hitastig sjávar hækki þá hverfi til dæmis sandsílin úr sjónum og þar með minkar ætið fyrir sjófuglana. „Reyndar skarfarnir, þeir pluma sig nokkurn veginn en allir svartfuglar, kría, fíll, rita og allt þetta, þessu er öllu að fækka. Þetta er mjög alvarleg staða og þessir fuglar eru komnir á válista út af þessu,“ segir Jóhann Óli enn fremur og bætir við. „Við getum náttúrlega gert mjög lítið í þessu nema að reyna að standa okkur betur í loftlagsmálum og svo að friða þessa fugla. Það á náttúrulega ekki að vera að veiða fugla, sem standa svona tæpt þar sem við sjáum kannski 40% fækkun á fáeinum áratugum eins og hjá fýlnum.“ Jóhann Óli segist vilja sá friðun allra sjófugla. „Já, stofn sem er í tvö til þrjú prósent fækkun á ári þolir ekkert veiðar, þetta er eina sem við getum gert, það er að hætta að veiða fuglana. Þarna er inngrip mannsins inn í þessa stofna, það eru veiðarnar og það á að sjálfsögðu að fara að hætta þeim á meðan stofnanir standa svona tæpt.“ Lundi.Jóhann Óli Hilmarsson Fuglar Árborg Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Ísland og hafsvæðið umhverfis landið eru mikilvæg útbreiðslusvæði nokkurra stærstu sjófuglastofna í Norðaustur-Atlantshafi en nú er svo komið að sjófuglum fækkar og fækkar og eru sumar tegundirnar í frjálsu falli eins og Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur orðar það. Hann segir hlýnun sjávar ástæðuna fyrir fækkun sjófugla, sem valdi ætisskorti hjá fuglunum. „Norrænar tegundir eins og stuttnefjan, henni hefur fækkað mest, hún er næstum því horfin úr sumum björgum og henni er að fækka mikið,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur sem vill að allir sjófuglar við Ísland verði friðaðir ekki seinna en strax. Hann gerir mikið af því að mynda fugla.Aðsend Jóhann Óli segir að ef hitastig sjávar hækki þá hverfi til dæmis sandsílin úr sjónum og þar með minkar ætið fyrir sjófuglana. „Reyndar skarfarnir, þeir pluma sig nokkurn veginn en allir svartfuglar, kría, fíll, rita og allt þetta, þessu er öllu að fækka. Þetta er mjög alvarleg staða og þessir fuglar eru komnir á válista út af þessu,“ segir Jóhann Óli enn fremur og bætir við. „Við getum náttúrlega gert mjög lítið í þessu nema að reyna að standa okkur betur í loftlagsmálum og svo að friða þessa fugla. Það á náttúrulega ekki að vera að veiða fugla, sem standa svona tæpt þar sem við sjáum kannski 40% fækkun á fáeinum áratugum eins og hjá fýlnum.“ Jóhann Óli segist vilja sá friðun allra sjófugla. „Já, stofn sem er í tvö til þrjú prósent fækkun á ári þolir ekkert veiðar, þetta er eina sem við getum gert, það er að hætta að veiða fuglana. Þarna er inngrip mannsins inn í þessa stofna, það eru veiðarnar og það á að sjálfsögðu að fara að hætta þeim á meðan stofnanir standa svona tæpt.“ Lundi.Jóhann Óli Hilmarsson
Fuglar Árborg Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira