Skiptar skoðanir meðal lögreglumanna um handtöku í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:00 Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir meðal félagsmanna um mál lögreglumanns sem sakaður er um að hafa beitt ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði í vetur. Vísir Skiptar skoðanir eru meðal lögreglumanna vegna máls lögreglumanns sem sakaður var um ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði. Mál lögreglumannsins var látið niður falla hjá héraðssaksóknara en verður kært til ríkissaksóknara. „Auðvitað vilja sumir að við stöndum alltaf með okkar fólki en við getum auðvitað ekki farið að standa með lögreglumönnum sem brjóta af sér í starfi eða fara út fyrir sitt valdssvið. Ég get samt ekki tekið afstöðu til þess hvort það hafi átt sér stað í þessu máli,“ segir Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við fréttastofu. Lögreglumanninum sem um ræðir var tímabundið vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtöku en málið var látið niður falla í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Þrír lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa lýst yfir óánægju vegna endurkomu lögreglumannsins til starfa. Fékk mikla áverka við handtökuna Í tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, eru samskipti mannsins sem var handtekinn og lögreglumanna rakin í smáatriðum. Er þar meðal annars byggt á myndbandsupptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem komu að handtökunni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig uppi grunur um að maðurinn væri smitaður af Covid. Beðið var eftir sérstakri Covid-bifreið en á meðan tók maðurinn niður vitgrímu sína til að reykja sígarettu. Lögreglumenn báðu hann um að slökkva í sígarettunni og setja grímuna aftur upp sem hann gerði ekki. Eftir það sprautaði lögreglumaðurinn á hann varnarúða og skipaði honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem var til rannsóknar sló til mannsins með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn steig þá út úr bifreiðinni og kýldi lögreglumanninn. Í kjölfarið kom til stympinga milli mannsins og lögreglu sem endaði á því að lögreglumaðurinn sló manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Að lokum ýtti lögreglumaðurinn enda kylfu sinnar í bak mannsins sem þá lá í jörðinni. Í myndbandsupptökum sést blóðpollur í götunni við höfuð mannsins. Myndir af áverkum mannsins sýna stóra skurði á höfði hans og rispur á handleggjum. Hægt er að lesa nánar um málið hér: „Þetta lítur mjög illa út í fréttum“ Fjölnir segir erfitt að taka afstöðu til málsins. Landssambandið geti ekki ályktað um málið. „Þetta lítur auðvitað mjög illa út í fréttunum. Ég hef sagt áður að allar handtökur líta illa út og öll valdbeiting,“ segir Fjölnir. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort lögreglumaðurinn hafi farið út fyrir sitt valdsvið eða ekki. „Héraðssaksóknari tekur afstöðu í þessu máli, ekki lögreglan sjálf. Lögreglan sjálf er ekki að fá hann aftur til starfa, hann var auðvitað settur í leyfi á meðan hann var að skoða málið, svo er hann kominn aftur til starfa fyrst að málið var látið niður falla. Ég veit enn ekki hvernig þetta mál mun enda,“ segir Fjölnir. „Auðvitað er það litið alvarlegum augum þegar eitthvað svona kemur upp á en Landssambandið sem slíkt getur ekki tekið afstöðu í einstökum málum eða handtökum.“ Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
„Auðvitað vilja sumir að við stöndum alltaf með okkar fólki en við getum auðvitað ekki farið að standa með lögreglumönnum sem brjóta af sér í starfi eða fara út fyrir sitt valdssvið. Ég get samt ekki tekið afstöðu til þess hvort það hafi átt sér stað í þessu máli,“ segir Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við fréttastofu. Lögreglumanninum sem um ræðir var tímabundið vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtöku en málið var látið niður falla í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Þrír lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa lýst yfir óánægju vegna endurkomu lögreglumannsins til starfa. Fékk mikla áverka við handtökuna Í tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, eru samskipti mannsins sem var handtekinn og lögreglumanna rakin í smáatriðum. Er þar meðal annars byggt á myndbandsupptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem komu að handtökunni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig uppi grunur um að maðurinn væri smitaður af Covid. Beðið var eftir sérstakri Covid-bifreið en á meðan tók maðurinn niður vitgrímu sína til að reykja sígarettu. Lögreglumenn báðu hann um að slökkva í sígarettunni og setja grímuna aftur upp sem hann gerði ekki. Eftir það sprautaði lögreglumaðurinn á hann varnarúða og skipaði honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem var til rannsóknar sló til mannsins með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn steig þá út úr bifreiðinni og kýldi lögreglumanninn. Í kjölfarið kom til stympinga milli mannsins og lögreglu sem endaði á því að lögreglumaðurinn sló manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Að lokum ýtti lögreglumaðurinn enda kylfu sinnar í bak mannsins sem þá lá í jörðinni. Í myndbandsupptökum sést blóðpollur í götunni við höfuð mannsins. Myndir af áverkum mannsins sýna stóra skurði á höfði hans og rispur á handleggjum. Hægt er að lesa nánar um málið hér: „Þetta lítur mjög illa út í fréttum“ Fjölnir segir erfitt að taka afstöðu til málsins. Landssambandið geti ekki ályktað um málið. „Þetta lítur auðvitað mjög illa út í fréttunum. Ég hef sagt áður að allar handtökur líta illa út og öll valdbeiting,“ segir Fjölnir. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort lögreglumaðurinn hafi farið út fyrir sitt valdsvið eða ekki. „Héraðssaksóknari tekur afstöðu í þessu máli, ekki lögreglan sjálf. Lögreglan sjálf er ekki að fá hann aftur til starfa, hann var auðvitað settur í leyfi á meðan hann var að skoða málið, svo er hann kominn aftur til starfa fyrst að málið var látið niður falla. Ég veit enn ekki hvernig þetta mál mun enda,“ segir Fjölnir. „Auðvitað er það litið alvarlegum augum þegar eitthvað svona kemur upp á en Landssambandið sem slíkt getur ekki tekið afstöðu í einstökum málum eða handtökum.“
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira