Með mikla áverka eftir handtöku í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:38 Maðurinn hlaut meðal annars hruflsár á höfði og stóran skurð á hnakka. Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara. Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur. Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur.
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01