Uppskriftina má finna hér fyrir neðan.
Fylling:
- 2 msk sítrónubörkur, rifinn
- 2 msk sítrónusafi
- 75 g sykur
- 4 eggjarauður
- 60 smjör
Aðferð:
- Setjið öll hráefnin í skál, setjið skálina yfir vatnsbað og hrærið þar til blandan er farin að þykkna. Hellið í skál og inn í kæli.
Bollakökur:
- 5 dl sykur
- 200 g smjör, við stofuhita
- 4 egg
- 7 ½ dl hveiti
- 1 tsk salt
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk vanilludropar
- 2 msk sítrónusafi
- Börkur af einni sítrónu
- 1 ½ msk rjómi
Aðferð:
- Þeytið sykur og smjör þar til létt og ljóst. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.
- Sigtið þurrefnin og bætið þeim saman við ásamt vanillu og sítrónuberki
- Rjóminn og sítrónusafinn fer saman við í lokin og þeytið áfram þar til deigið er orðið silkimjúkt. Gott að stoppa einu sinni til tvisvar og skafa meðfram skálinni.
- Skiptið blöndunni niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 20 mínútur.

Ítalskur Marengs:
- 4 eggjahvítur
- 300 g sykur
- 6 msk vatn
Aðferð:
- Þeytið saman eggjahvítur þar til þær eru stífar.
- Setjið sykur og vatn og sjóðið saman þar til hitinn er orðinn 120 gráður, passa að hafa ekki of mikinn hita. Ekki koma við.
- Bætið sírópinu hægt saman við marengsinn.
Skreytið kökurnar svo að vild.