Kórónukeisarinn og hvað svo? Benjamín Hrafn Böðvarsson skrifar 22. apríl 2021 12:30 Gleðilegt sumar kæru vinir! Það er svo sannarlega gott að vita til þess að sumarið kemur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Það er vissulega áhugavert að heimsfaraldurinn skuli bera nafnið kórónuveiran. En þessi óvelkomna pest er búin að setja sig í keisarasæti heimssamfélagsins og krefst þess að heimsbyggðin sýni sér lotningu. Í frelsisbaráttu mannkyns gagnvart þessum óboðna keisara hefur mannfólkið sýnt fordæmalausa samstöðu og það lítur út fyrir það að von bráðar munum við sjá keisarann sviptan öllum völdum og látinn dúsa í vel einangraðri dýflissu. En sigurinn er enn ekki í höfn og frelsisbaráttan er enn í fullum gangi og er því uppgjöf ekki valkostur. Keisarinn er klókur andstæðingur og ef við vanmetum hann þá fer hann að sækja í sig veðrið. Því skulum við setja á okkur brynjuna (andlitsgrímurnar), brýna sverðin (persónulegu sóttvarnirnar) og ganga út á vígvöllinn tilbúin að fylgja fyrirmælum herforingjana (sóttvarnarlæknis og almannavarna). U.þ.b. þrjár milljónir manns hafa fallið í þessu stríði og margir eru særðir. Einnig er margir sem eru við það að gefast upp vegna þess að þeir upplifa vonleysi, tilgangsleysi og eirðarleysi. Sumir kvíða þess að við munum aldrei geta lifað eðlilegu lífi aftur. En hvað er eðlilegt líf? Er það eitthvað sem við viljum aftur? Er það eitthvað sem við getum leyft okkur aftur? Þurfum við kannski að fara endurskoða hvernig við skilgreinum eðlilegt líf? Hvað gerist þegar kórónukeisarinn hefur verið lagður af velli? Tekur þá neysluhyggjan, umhverfisspjöllin og mannréttindabrotin við? Verður lífið bara ,,business as usual“? Bensínbíllinn á fulla ferð, offramleiðslufæribandið fer í gang, tvær utanlandsferðir á ári, kolefnissporið krúttlega og bilið á milli ríkra og fátækra fær vaxtakipp? Eða munum við læra af þessari samstöðu sem heimsbyggðin hefur nú þegar sýnt að getur gert kraftaverk? Ég er hræddur um það að þegar kórónukeisarinn verður lagður af velli þá tekur enn alvarlegri keisari við, sem hefur reyndar verið við völd í langan tíma, við bara vildum ekki sjá hann. Þessi nýji keisari er loftslagsváin og verður mun skæðari ,,vírus“ en COVID19. Loftslagsváin á sér tvo valdamikla stuðningsmenn, hagkerfið og neysluhyggjuna. Þessa andsæðinga verður töluvert erfiðara að eiga við en ástæðan fyrir því er að þessir tveir eru svo miklir vinir okkar. Okkur líkar svo ,,fjandi“ vel við þá, ,,ágætis kauðar báðir tveir“! Hagkerfið þjónar okkur ágætlega, við fáum smá ,,monní inn ðe pokket“ svo er neysluhyggjan bara svo þægilegt fyrirkomulag, það er alltaf nóg af drasli til að taka hugan af raunveruleikanum. Við viljum ekki sjá okkar hlut í þessum vanda sem loftslagsváin er. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem er farið að vakna yfir þessum vonda draumi sem virtist þó voða ljúfur á meðan honum stóð. Það er kannski hægt að ímynda sér að svona hafi Neo liðið, sögupersónunnni í ,,The Matrix“, þegar hann áttaði sig á því að hann hafi lifað í fölskum heimi, en hann sá það ekki fyrr en hann sá hvernig heimurinn var í raun og veru. Ég sé fyrir mér nýja tíma, nýja tegund samfélags, eitthvað nýtt fyrirkomulag sem við munum kalla eðlilegt líf, líf sem við getum verið sátt með. En ég held að það sé ekki það líf sem við nú þráðum að fá aftur, ekki að öllu leyti. Við þráum öll, að geta verið óhrædd innan um fjölda fólks, átt samfélag með fólki sem deilir ástríðum manns og áhugamálum. Við þráum að halda hátíðir, sjómannadaginn, 17. júní, verslunnarmannahelgi, jól og páska o.s.frv. Við þráum að knúsast, gefa og þiggja kærleik, við þráum að eiga góð, heilbrigð og regluleg tengsl við annað fólk. En þráum við sama hagkerfið, neysluhyggjulífið og umhverfisspjöllin? Ég held ekki. Ég trúi því að það sé eitthvað nýtt í vændum, eitthvað fyrirkomulag sem við getum verið stolt af en það krefst þess að við þurfum að halda þessari samstöðu sem við þegar höfum sýnt. Við þurfum annars konar brynjur og vopn en við sýnum í stríðinu við kórónukeisarann. Við þurfum nýtt plan, þegar þessu stríði líkur, til þess að takast á við nýjan andstæðing. Þessi grein mín átti upphaflega að vera ósk um gleðilegt sumar, þar sem ég ætlaði að tala um sólina, fuglana og græna grasið og ég vil raunverulega óska ykkur gleðilegs sumars. Ég vona þess innilega að þið njótið sumarsins sem er í vændum. En það er ekki bara ,,sunshine and lollypops“ á leiðinni heldur raunveruleg verkefni. Fyrst er að klára þetta núverandi verkefni að sigra kórónukeisarann en ég vil líka benda á að þá tekur við næsta verkefni, styrjöldin við loftslagsvánna, sem verður töluvert erfiðara verkefni, að mínu mati. En eins og ég byrjaði á þá er ekkert sem stoppar sumarið í að koma, þrátt fyrir heimsfaraldur. Árstíðirnar hafa sinn gang, enda ráðum við ekkert við þá reglu sem Guð hefur skapað í heiminum. Vetur, sumar, vor og haust munu halda áfram, þrátt fyrir það sem er að gerast í mannlegu samfélagi. Það er því við hæfi að minnast þess að Guð hefur einnig áætlun um betri tíma, nýjan heim og það er einmitt í þeim anda sem ég skrifa. Ég skrifa með von um að eitthvað nýtt og betra sé á leiðinni, sjálfbært lífsmunstur og sanngjarnara hagkerfi og þurfum við því að búa okkur undir það að þurfa að breyta því sem við köllum í dag ,,eðlilegt líf“. Höfundur er prestur í Austfjarðaprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt sumar kæru vinir! Það er svo sannarlega gott að vita til þess að sumarið kemur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Það er vissulega áhugavert að heimsfaraldurinn skuli bera nafnið kórónuveiran. En þessi óvelkomna pest er búin að setja sig í keisarasæti heimssamfélagsins og krefst þess að heimsbyggðin sýni sér lotningu. Í frelsisbaráttu mannkyns gagnvart þessum óboðna keisara hefur mannfólkið sýnt fordæmalausa samstöðu og það lítur út fyrir það að von bráðar munum við sjá keisarann sviptan öllum völdum og látinn dúsa í vel einangraðri dýflissu. En sigurinn er enn ekki í höfn og frelsisbaráttan er enn í fullum gangi og er því uppgjöf ekki valkostur. Keisarinn er klókur andstæðingur og ef við vanmetum hann þá fer hann að sækja í sig veðrið. Því skulum við setja á okkur brynjuna (andlitsgrímurnar), brýna sverðin (persónulegu sóttvarnirnar) og ganga út á vígvöllinn tilbúin að fylgja fyrirmælum herforingjana (sóttvarnarlæknis og almannavarna). U.þ.b. þrjár milljónir manns hafa fallið í þessu stríði og margir eru særðir. Einnig er margir sem eru við það að gefast upp vegna þess að þeir upplifa vonleysi, tilgangsleysi og eirðarleysi. Sumir kvíða þess að við munum aldrei geta lifað eðlilegu lífi aftur. En hvað er eðlilegt líf? Er það eitthvað sem við viljum aftur? Er það eitthvað sem við getum leyft okkur aftur? Þurfum við kannski að fara endurskoða hvernig við skilgreinum eðlilegt líf? Hvað gerist þegar kórónukeisarinn hefur verið lagður af velli? Tekur þá neysluhyggjan, umhverfisspjöllin og mannréttindabrotin við? Verður lífið bara ,,business as usual“? Bensínbíllinn á fulla ferð, offramleiðslufæribandið fer í gang, tvær utanlandsferðir á ári, kolefnissporið krúttlega og bilið á milli ríkra og fátækra fær vaxtakipp? Eða munum við læra af þessari samstöðu sem heimsbyggðin hefur nú þegar sýnt að getur gert kraftaverk? Ég er hræddur um það að þegar kórónukeisarinn verður lagður af velli þá tekur enn alvarlegri keisari við, sem hefur reyndar verið við völd í langan tíma, við bara vildum ekki sjá hann. Þessi nýji keisari er loftslagsváin og verður mun skæðari ,,vírus“ en COVID19. Loftslagsváin á sér tvo valdamikla stuðningsmenn, hagkerfið og neysluhyggjuna. Þessa andsæðinga verður töluvert erfiðara að eiga við en ástæðan fyrir því er að þessir tveir eru svo miklir vinir okkar. Okkur líkar svo ,,fjandi“ vel við þá, ,,ágætis kauðar báðir tveir“! Hagkerfið þjónar okkur ágætlega, við fáum smá ,,monní inn ðe pokket“ svo er neysluhyggjan bara svo þægilegt fyrirkomulag, það er alltaf nóg af drasli til að taka hugan af raunveruleikanum. Við viljum ekki sjá okkar hlut í þessum vanda sem loftslagsváin er. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem er farið að vakna yfir þessum vonda draumi sem virtist þó voða ljúfur á meðan honum stóð. Það er kannski hægt að ímynda sér að svona hafi Neo liðið, sögupersónunnni í ,,The Matrix“, þegar hann áttaði sig á því að hann hafi lifað í fölskum heimi, en hann sá það ekki fyrr en hann sá hvernig heimurinn var í raun og veru. Ég sé fyrir mér nýja tíma, nýja tegund samfélags, eitthvað nýtt fyrirkomulag sem við munum kalla eðlilegt líf, líf sem við getum verið sátt með. En ég held að það sé ekki það líf sem við nú þráðum að fá aftur, ekki að öllu leyti. Við þráum öll, að geta verið óhrædd innan um fjölda fólks, átt samfélag með fólki sem deilir ástríðum manns og áhugamálum. Við þráum að halda hátíðir, sjómannadaginn, 17. júní, verslunnarmannahelgi, jól og páska o.s.frv. Við þráum að knúsast, gefa og þiggja kærleik, við þráum að eiga góð, heilbrigð og regluleg tengsl við annað fólk. En þráum við sama hagkerfið, neysluhyggjulífið og umhverfisspjöllin? Ég held ekki. Ég trúi því að það sé eitthvað nýtt í vændum, eitthvað fyrirkomulag sem við getum verið stolt af en það krefst þess að við þurfum að halda þessari samstöðu sem við þegar höfum sýnt. Við þurfum annars konar brynjur og vopn en við sýnum í stríðinu við kórónukeisarann. Við þurfum nýtt plan, þegar þessu stríði líkur, til þess að takast á við nýjan andstæðing. Þessi grein mín átti upphaflega að vera ósk um gleðilegt sumar, þar sem ég ætlaði að tala um sólina, fuglana og græna grasið og ég vil raunverulega óska ykkur gleðilegs sumars. Ég vona þess innilega að þið njótið sumarsins sem er í vændum. En það er ekki bara ,,sunshine and lollypops“ á leiðinni heldur raunveruleg verkefni. Fyrst er að klára þetta núverandi verkefni að sigra kórónukeisarann en ég vil líka benda á að þá tekur við næsta verkefni, styrjöldin við loftslagsvánna, sem verður töluvert erfiðara verkefni, að mínu mati. En eins og ég byrjaði á þá er ekkert sem stoppar sumarið í að koma, þrátt fyrir heimsfaraldur. Árstíðirnar hafa sinn gang, enda ráðum við ekkert við þá reglu sem Guð hefur skapað í heiminum. Vetur, sumar, vor og haust munu halda áfram, þrátt fyrir það sem er að gerast í mannlegu samfélagi. Það er því við hæfi að minnast þess að Guð hefur einnig áætlun um betri tíma, nýjan heim og það er einmitt í þeim anda sem ég skrifa. Ég skrifa með von um að eitthvað nýtt og betra sé á leiðinni, sjálfbært lífsmunstur og sanngjarnara hagkerfi og þurfum við því að búa okkur undir það að þurfa að breyta því sem við köllum í dag ,,eðlilegt líf“. Höfundur er prestur í Austfjarðaprestakalli.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun