Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2021 08:01 Hús yfir borholum Carbfix á Hellisheiði í júní í fyrra. Kolefni er bundið með því að leysa koltvísýring upp í vatni og dæla honum djúpt niður í jörðina. Þar verður hann að steini á innan við tveimur árum. Talið er að hægt sé að binda gríðarlegt magn kolefnis með þessum hætti á Íslandi. Carbfix Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. Móttöku- og förgunarmiðstöðin á að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári fullbyggð og verður hún sú fyrsta sinnar tegundar, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Til samanburðar var losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi án landnotkunar og skógræktar um 4,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda árið 2019 samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar. Við förgunina verður notuð tækni fyrirtækisins til þess að binda kolefnið í berg sem Orkuveita Reykjavíkur, Háskóli Íslands og erlendir háskólar hafa þróað saman við Hellisheiðarvirkjun undanfarin ár. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Straumsvík sögð ákjósanlegur staður Tækni Carbfix til kolefnisbindingar felur í sér að koltvísýringur er leystur upp í vatni og honum svo dælt djúpt niður í berglög þar sem hann steinrennur á innan við tveimur árum. Kolefnisförgun með þessum hætti er sögð hafa óveruleg umhverfisáhrif þar sem hún krefst aðeins rafmagns og vatns og hún hraðar náttúrulegum ferlum kolefnishringrásar. Umhverfi Straumsvíkur er sagt bjóða upp á kjöraðstæður til varanlegar kolefnisbindingar með tækninni. Þar sé gnægð af fersku basalti og öflugum grunnvatnsstraumum, raforkuþörf starfseminnar sé lítil og dreifikerfi sé þegar til staðar. Aðeins þurfi að byggja upp geymslutanka í nágrenni hafnarbakka, lagnir og niðurdælingarholur. Kolefnið sem verður fargað í miðstöðinni í Straumsvík verður flutt til landsins í vökvaformi með sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir grænu eldsneyti. Einnig er ætlunin að farga þar koltvísýringi frá innlendum iðnaði og beint úr andrúmslofti. Jarðfræðingar Carbfix hafa reiknað út að íslenskt basalt geti bundið gríðarlegt magn kolefnis með þessum hætti. Á landinu öllu megi líklega binda áttatíu- til tvöhundruðfalda árlega losun mannkynsins á koltvísýringi. Ódýrara að farga en kaupa losunarheimildir Binding kolefnis er ein af þeim leiðum sem hafa verið nefndar til sögunar í glímunni við loftslagsbreytingar af völdum manna. Í tilkynningu Carbfix kemur fram að fyrirtæki sem falla undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir geti notað kolefnisförgun þess til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Með viðskiptakerfinu þurfa fyrirtækin að greiða fyrir heimildir til losunar á koltvísýringi og fer gjaldið hækkandi með tímanum til að skapa hvata til samdráttar í losun. Carbfix segir að ódýrara sé að farga kolefninu með aðferð þess en að kaupa losunarheimildir í kerfinu. Þannig kosti það nú um 3.500 krónur að binda hvert tonn af koltvísýringi á Hellisheiði en 6.600 krónur að heimild til að losa eitt tonn í viðskiptakerfinu. Förgunarmiðstöðin verður kynnt á opnum fundi sem verður streymt á Vísi. Hann hefst klukkan 11:00 og verður Andri Snær Magnason, rithöfundur, gestur fundarins. Loftslagsmál Stóriðja Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Ætla að finna leið til að binda kolefni í jörð Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka höndum saman og finna leið til að hreinsa og binda kolefni. Byggt verður á aðferðum sem eru notaðar á Hellisheiði. Forsætisráðherra fagnar því sérstaklega að stóriðjan ætli að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. 18. júní 2019 19:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Móttöku- og förgunarmiðstöðin á að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári fullbyggð og verður hún sú fyrsta sinnar tegundar, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Til samanburðar var losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi án landnotkunar og skógræktar um 4,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda árið 2019 samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar. Við förgunina verður notuð tækni fyrirtækisins til þess að binda kolefnið í berg sem Orkuveita Reykjavíkur, Háskóli Íslands og erlendir háskólar hafa þróað saman við Hellisheiðarvirkjun undanfarin ár. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Straumsvík sögð ákjósanlegur staður Tækni Carbfix til kolefnisbindingar felur í sér að koltvísýringur er leystur upp í vatni og honum svo dælt djúpt niður í berglög þar sem hann steinrennur á innan við tveimur árum. Kolefnisförgun með þessum hætti er sögð hafa óveruleg umhverfisáhrif þar sem hún krefst aðeins rafmagns og vatns og hún hraðar náttúrulegum ferlum kolefnishringrásar. Umhverfi Straumsvíkur er sagt bjóða upp á kjöraðstæður til varanlegar kolefnisbindingar með tækninni. Þar sé gnægð af fersku basalti og öflugum grunnvatnsstraumum, raforkuþörf starfseminnar sé lítil og dreifikerfi sé þegar til staðar. Aðeins þurfi að byggja upp geymslutanka í nágrenni hafnarbakka, lagnir og niðurdælingarholur. Kolefnið sem verður fargað í miðstöðinni í Straumsvík verður flutt til landsins í vökvaformi með sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir grænu eldsneyti. Einnig er ætlunin að farga þar koltvísýringi frá innlendum iðnaði og beint úr andrúmslofti. Jarðfræðingar Carbfix hafa reiknað út að íslenskt basalt geti bundið gríðarlegt magn kolefnis með þessum hætti. Á landinu öllu megi líklega binda áttatíu- til tvöhundruðfalda árlega losun mannkynsins á koltvísýringi. Ódýrara að farga en kaupa losunarheimildir Binding kolefnis er ein af þeim leiðum sem hafa verið nefndar til sögunar í glímunni við loftslagsbreytingar af völdum manna. Í tilkynningu Carbfix kemur fram að fyrirtæki sem falla undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir geti notað kolefnisförgun þess til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Með viðskiptakerfinu þurfa fyrirtækin að greiða fyrir heimildir til losunar á koltvísýringi og fer gjaldið hækkandi með tímanum til að skapa hvata til samdráttar í losun. Carbfix segir að ódýrara sé að farga kolefninu með aðferð þess en að kaupa losunarheimildir í kerfinu. Þannig kosti það nú um 3.500 krónur að binda hvert tonn af koltvísýringi á Hellisheiði en 6.600 krónur að heimild til að losa eitt tonn í viðskiptakerfinu. Förgunarmiðstöðin verður kynnt á opnum fundi sem verður streymt á Vísi. Hann hefst klukkan 11:00 og verður Andri Snær Magnason, rithöfundur, gestur fundarins.
Loftslagsmál Stóriðja Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Ætla að finna leið til að binda kolefni í jörð Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka höndum saman og finna leið til að hreinsa og binda kolefni. Byggt verður á aðferðum sem eru notaðar á Hellisheiði. Forsætisráðherra fagnar því sérstaklega að stóriðjan ætli að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. 18. júní 2019 19:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00
Ætla að finna leið til að binda kolefni í jörð Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka höndum saman og finna leið til að hreinsa og binda kolefni. Byggt verður á aðferðum sem eru notaðar á Hellisheiði. Forsætisráðherra fagnar því sérstaklega að stóriðjan ætli að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. 18. júní 2019 19:00