Djúp sorg fyrir norðan eftir að sóttvarnayfirvöldum snerist skyndilega hugur Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 13:19 Nokkur hundruð börn taka alla jafna þátt á leikunum í venjulegu árferði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að aflýsa skíðamótinu í ár en til stóð að halda leikanna um miðjan maí. Er þetta annað árið í röð sem leikunum er aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021 Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Sjá meira
Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Sjá meira