„Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. apríl 2021 13:31 Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson ræddi við Begga Ólafs í hlaðvarpinu 24/7. Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs. Börn og uppeldi Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs.
Börn og uppeldi Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira