Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 07:31 John W. Henry, eigandi Liverpool, sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgunsárið. getty/Harold Cunningham John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. Liverpool var í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar en dró sig út úr henni í gærkvöldi eins og hin fimm ensku félögin: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester City. Í myndbandi á Twitter-síðu Liverpool í morgun baðst Henry afsökunar á því að hafa valdið stuðningsmönnum félagsins hugarangri. „Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar á sundrungunni sem ég skapaði síðustu tvo sólarhringa. Það þarf kannski ekki að segja það en ég segi það samt að verkefnið gat aldrei staðið án stuðnings aðdáendanna. Enginn hélt neitt annað. Undanfarna tvo sólarhringa létuð þið þá skoðun ykkar í ljós. Við heyrðum í ykkur. Ég heyrði í ykkur,“ sagði Henry. John W Henry's message to Liverpool supporters. pic.twitter.com/pHW3RbOcKu— Liverpool FC (@LFC) April 21, 2021 Auk stuðningsmanna Liverpool sem bað Henry knattspyrnustjórann Jürgen Klopp, stjórnarformanninn Billy Hogan og leikmenn Liverpool afsökunar. „Þeir bera enga ábyrgð á þessari sundrungu. Þeir urðu mest fyrir barðinu á henni og það svíður mest. Þeir elska félagið okkar og fylla okkur stolti á hverjum degi,“ sagði Henry. Hann kveðst þess fullviss að Liverpool geti komið sterkt til baka eftir ofurdeildaruppákomuna. Henry sagðist svo hafa brugðist stuðningsmönnum Liverpool. „Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök erum við að reyna að vinna með hag félagsins að leiðarljósi. Í málinu brugðumst við ykkur. Ég brást ykkur. Ég biðst aftur afsökunar og ítreka að ég einn er ábyrgur fyrir allri óþörfu neikvæðninni sem hefur komið upp undanfarna daga. Ég mun ekki gleyma því. Og þetta sýnir valdið sem stuðningsmennirnir hafa í dag og munu réttilega halda áfram að hafa,“ sagði Henry. Hann keypti Liverpool 2010 af þeim Tom Hicks og George N. Gillett. Henry á einnig hafnaboltafélagið sögufræga Boston Red Sox. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Liverpool var í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar en dró sig út úr henni í gærkvöldi eins og hin fimm ensku félögin: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester City. Í myndbandi á Twitter-síðu Liverpool í morgun baðst Henry afsökunar á því að hafa valdið stuðningsmönnum félagsins hugarangri. „Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar á sundrungunni sem ég skapaði síðustu tvo sólarhringa. Það þarf kannski ekki að segja það en ég segi það samt að verkefnið gat aldrei staðið án stuðnings aðdáendanna. Enginn hélt neitt annað. Undanfarna tvo sólarhringa létuð þið þá skoðun ykkar í ljós. Við heyrðum í ykkur. Ég heyrði í ykkur,“ sagði Henry. John W Henry's message to Liverpool supporters. pic.twitter.com/pHW3RbOcKu— Liverpool FC (@LFC) April 21, 2021 Auk stuðningsmanna Liverpool sem bað Henry knattspyrnustjórann Jürgen Klopp, stjórnarformanninn Billy Hogan og leikmenn Liverpool afsökunar. „Þeir bera enga ábyrgð á þessari sundrungu. Þeir urðu mest fyrir barðinu á henni og það svíður mest. Þeir elska félagið okkar og fylla okkur stolti á hverjum degi,“ sagði Henry. Hann kveðst þess fullviss að Liverpool geti komið sterkt til baka eftir ofurdeildaruppákomuna. Henry sagðist svo hafa brugðist stuðningsmönnum Liverpool. „Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök erum við að reyna að vinna með hag félagsins að leiðarljósi. Í málinu brugðumst við ykkur. Ég brást ykkur. Ég biðst aftur afsökunar og ítreka að ég einn er ábyrgur fyrir allri óþörfu neikvæðninni sem hefur komið upp undanfarna daga. Ég mun ekki gleyma því. Og þetta sýnir valdið sem stuðningsmennirnir hafa í dag og munu réttilega halda áfram að hafa,“ sagði Henry. Hann keypti Liverpool 2010 af þeim Tom Hicks og George N. Gillett. Henry á einnig hafnaboltafélagið sögufræga Boston Red Sox.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira