Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 07:31 John W. Henry, eigandi Liverpool, sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgunsárið. getty/Harold Cunningham John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. Liverpool var í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar en dró sig út úr henni í gærkvöldi eins og hin fimm ensku félögin: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester City. Í myndbandi á Twitter-síðu Liverpool í morgun baðst Henry afsökunar á því að hafa valdið stuðningsmönnum félagsins hugarangri. „Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar á sundrungunni sem ég skapaði síðustu tvo sólarhringa. Það þarf kannski ekki að segja það en ég segi það samt að verkefnið gat aldrei staðið án stuðnings aðdáendanna. Enginn hélt neitt annað. Undanfarna tvo sólarhringa létuð þið þá skoðun ykkar í ljós. Við heyrðum í ykkur. Ég heyrði í ykkur,“ sagði Henry. John W Henry's message to Liverpool supporters. pic.twitter.com/pHW3RbOcKu— Liverpool FC (@LFC) April 21, 2021 Auk stuðningsmanna Liverpool sem bað Henry knattspyrnustjórann Jürgen Klopp, stjórnarformanninn Billy Hogan og leikmenn Liverpool afsökunar. „Þeir bera enga ábyrgð á þessari sundrungu. Þeir urðu mest fyrir barðinu á henni og það svíður mest. Þeir elska félagið okkar og fylla okkur stolti á hverjum degi,“ sagði Henry. Hann kveðst þess fullviss að Liverpool geti komið sterkt til baka eftir ofurdeildaruppákomuna. Henry sagðist svo hafa brugðist stuðningsmönnum Liverpool. „Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök erum við að reyna að vinna með hag félagsins að leiðarljósi. Í málinu brugðumst við ykkur. Ég brást ykkur. Ég biðst aftur afsökunar og ítreka að ég einn er ábyrgur fyrir allri óþörfu neikvæðninni sem hefur komið upp undanfarna daga. Ég mun ekki gleyma því. Og þetta sýnir valdið sem stuðningsmennirnir hafa í dag og munu réttilega halda áfram að hafa,“ sagði Henry. Hann keypti Liverpool 2010 af þeim Tom Hicks og George N. Gillett. Henry á einnig hafnaboltafélagið sögufræga Boston Red Sox. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool var í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar en dró sig út úr henni í gærkvöldi eins og hin fimm ensku félögin: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester City. Í myndbandi á Twitter-síðu Liverpool í morgun baðst Henry afsökunar á því að hafa valdið stuðningsmönnum félagsins hugarangri. „Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar á sundrungunni sem ég skapaði síðustu tvo sólarhringa. Það þarf kannski ekki að segja það en ég segi það samt að verkefnið gat aldrei staðið án stuðnings aðdáendanna. Enginn hélt neitt annað. Undanfarna tvo sólarhringa létuð þið þá skoðun ykkar í ljós. Við heyrðum í ykkur. Ég heyrði í ykkur,“ sagði Henry. John W Henry's message to Liverpool supporters. pic.twitter.com/pHW3RbOcKu— Liverpool FC (@LFC) April 21, 2021 Auk stuðningsmanna Liverpool sem bað Henry knattspyrnustjórann Jürgen Klopp, stjórnarformanninn Billy Hogan og leikmenn Liverpool afsökunar. „Þeir bera enga ábyrgð á þessari sundrungu. Þeir urðu mest fyrir barðinu á henni og það svíður mest. Þeir elska félagið okkar og fylla okkur stolti á hverjum degi,“ sagði Henry. Hann kveðst þess fullviss að Liverpool geti komið sterkt til baka eftir ofurdeildaruppákomuna. Henry sagðist svo hafa brugðist stuðningsmönnum Liverpool. „Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök erum við að reyna að vinna með hag félagsins að leiðarljósi. Í málinu brugðumst við ykkur. Ég brást ykkur. Ég biðst aftur afsökunar og ítreka að ég einn er ábyrgur fyrir allri óþörfu neikvæðninni sem hefur komið upp undanfarna daga. Ég mun ekki gleyma því. Og þetta sýnir valdið sem stuðningsmennirnir hafa í dag og munu réttilega halda áfram að hafa,“ sagði Henry. Hann keypti Liverpool 2010 af þeim Tom Hicks og George N. Gillett. Henry á einnig hafnaboltafélagið sögufræga Boston Red Sox.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira