Rúmlega 2.000 vilja nýsjálensku leiðina á Íslandi Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 22:07 Sýnataka vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Fleiri hundruð eru í sóttkví. Vísir/Vilhelm Rúmlega 2.000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að taka upp „nýsjálensku leiðina“ í sóttvörnum landsins. Sú leið fæli að sögn ábyrgðarmanna átaksins í sér að herða reglur á landamærum í stað þess að slaka á, eins og stefnt sé að með vorinu. Undirskriftasöfnunin hófst fyrir um tveimur vikum, eða um það leyti sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur birtist um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Við landamæri Nýja-Sjálands þurfa farþegar frá öllum löndum nema Ástralíu að fara í tveggja vikna sóttkví með eftirliti og skimunum áður en þeim er hleypt inn í samfélagið. Árangurinn er mikill og ekkert samfélagssmit hefur greinst frá því í febrúar. „Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingahús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verslun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða,“ segir á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Eins og sjá má af þessu grafi af upplýsingasíðu nýsjálenskra stjórnvalda um Covid-19, hefur veiran aldrei náð sér almennilega á strik eftir fyrstu bylgju.health.govt.nz Ríkisstjórnin boðaði í dag frumvarp sem á að skapa heimild til að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það kemur frá landi þar sem nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þetta gildir um fjögur lönd. Enn hefur mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur þó kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli með því að sækja um undanþágu. Facebook-síðan Veirulaust sumar hefur birt uppfærslur á stöðu undirskriftasöfnunarinnar. Þótt nýsjálenska leiðin verður tekin upp þá er landið ekki lokað. Það má ferðast til andsins en það þarf að sýna 72 tíma...Posted by Veirulaust sumar on Þriðjudagur, 20. apríl 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
Undirskriftasöfnunin hófst fyrir um tveimur vikum, eða um það leyti sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur birtist um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Við landamæri Nýja-Sjálands þurfa farþegar frá öllum löndum nema Ástralíu að fara í tveggja vikna sóttkví með eftirliti og skimunum áður en þeim er hleypt inn í samfélagið. Árangurinn er mikill og ekkert samfélagssmit hefur greinst frá því í febrúar. „Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingahús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verslun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða,“ segir á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Eins og sjá má af þessu grafi af upplýsingasíðu nýsjálenskra stjórnvalda um Covid-19, hefur veiran aldrei náð sér almennilega á strik eftir fyrstu bylgju.health.govt.nz Ríkisstjórnin boðaði í dag frumvarp sem á að skapa heimild til að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það kemur frá landi þar sem nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þetta gildir um fjögur lönd. Enn hefur mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur þó kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli með því að sækja um undanþágu. Facebook-síðan Veirulaust sumar hefur birt uppfærslur á stöðu undirskriftasöfnunarinnar. Þótt nýsjálenska leiðin verður tekin upp þá er landið ekki lokað. Það má ferðast til andsins en það þarf að sýna 72 tíma...Posted by Veirulaust sumar on Þriðjudagur, 20. apríl 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22
Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13