Kolbeinn fann markaskóna eftir hafa leitað í 621 dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 16:31 Kolbeinn átti mjög góðan leik með Gautaborg í gærkvöld. @IFKGoteborg Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk Gautaborgar í 2-0 sigri á hans gamla félagi AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Alls eru 621 dagur síðan Kolbeinn þandi síðan netmöskvana með félagsliði sínu. Kolbeinn skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og var Gautaborg 2-0 yfir í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins. Kolbeinn var gripinn í viðtal í hálfleik þar sem hann sagðist stefna á þrennuna en það gekk ekki að þessu sinni. Kolbeinn Sigþórsson: "Jag går för hattrick nu"Se matchen nu på https://t.co/U8GJcAKnx2 pic.twitter.com/KDtw250xqg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 19, 2021 Kolbeinn fór svo af velli á 63. mínútu enda enn að komast í sitt gamla form. Það eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska landsliðið og að sjálfsögðu Kolbein sjálfan að hann sé loks búinn að finna markaskóna á nýjan leik. Á síðustu leiktíð lék þessi 31 árs framherji 27 leiki með AIK í öllum keppnum en skoraði aðeins eitt mark. Það kom þann 8. ágúst 2019 í 2-1 sigri á Sheriff í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þann 13. júlí sama ár skoraði Kolbeinn síðast tvö mörk í einum og sama leiknum. Þá í 3-0 sigri AIK á Elfsborg. Kolbeinn hefur nú spilað fjóra leiki með Gautaborg, tvo í deild og tvo í bikar, og skorað tvö mörk. Gott gengi hans heldur vonandi áfram inn í tímabilið og hver veit nema Marek Hamšík geti hjálpað íslenska landsliðsframherjanum að finna sitt besta form á nýjan leik. 0| #ifkgbg pic.twitter.com/wmO0Fn5PKM— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) April 20, 2021 Gautaborg er með fjögur stig að loknum tveimur umferðum í sænsku úrvalsdeildinni. Það sem meira er, liðið er með markatöluna 2-0 sem þýðir að Kolbeinn er eini leikmaður liðsins sem hefur skorað til þessa. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Kolbeinn skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og var Gautaborg 2-0 yfir í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins. Kolbeinn var gripinn í viðtal í hálfleik þar sem hann sagðist stefna á þrennuna en það gekk ekki að þessu sinni. Kolbeinn Sigþórsson: "Jag går för hattrick nu"Se matchen nu på https://t.co/U8GJcAKnx2 pic.twitter.com/KDtw250xqg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 19, 2021 Kolbeinn fór svo af velli á 63. mínútu enda enn að komast í sitt gamla form. Það eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska landsliðið og að sjálfsögðu Kolbein sjálfan að hann sé loks búinn að finna markaskóna á nýjan leik. Á síðustu leiktíð lék þessi 31 árs framherji 27 leiki með AIK í öllum keppnum en skoraði aðeins eitt mark. Það kom þann 8. ágúst 2019 í 2-1 sigri á Sheriff í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þann 13. júlí sama ár skoraði Kolbeinn síðast tvö mörk í einum og sama leiknum. Þá í 3-0 sigri AIK á Elfsborg. Kolbeinn hefur nú spilað fjóra leiki með Gautaborg, tvo í deild og tvo í bikar, og skorað tvö mörk. Gott gengi hans heldur vonandi áfram inn í tímabilið og hver veit nema Marek Hamšík geti hjálpað íslenska landsliðsframherjanum að finna sitt besta form á nýjan leik. 0| #ifkgbg pic.twitter.com/wmO0Fn5PKM— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) April 20, 2021 Gautaborg er með fjögur stig að loknum tveimur umferðum í sænsku úrvalsdeildinni. Það sem meira er, liðið er með markatöluna 2-0 sem þýðir að Kolbeinn er eini leikmaður liðsins sem hefur skorað til þessa.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn