Undir fölsku flaggi í nafni DHL og svíkja út fé í gegnum SMS Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 17:48 Hér til hliðar má sjá skjáskot af umræddum smáskilaboðum sem sannarlega eru ekki frá DHL heldur óprúttnum aðilum sem fara undir fölsku flaggi. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL/Skjáskot Flutningsfyrirtækið DHL á Íslandi varar við smáskilaboðum sem send hafa verið út í nafni fyrirtækisins þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi í nafni DHL og reyna að svíkja út fé. Fyrirtækið ítrekar að fyrirtækið biður viðskiptavini aldrei um kortaupplýsingar líkt og gert er á vefslóðinni sem fylgir umræddum svikaskilaboðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DHL. „Þetta svindl fer þannig fram að óprúttnir aðilar senda á nokkur þúsund handahófskennd íslensk símanúmer og vonast til þess að einhver af þeim eigi von á sendingu með DHL. Og þar sem yfir þúsund einstaklingar hér á landi eiga von á sendingu með DHL á hverjum degi þá eru því miður töluverðar líkur á því að einhver smelli á hlekkinn í góðri trú og gefi upp kortanúmerið sitt í framhaldinu,“ segir í tilkynningunni. Því miður hafi reynst erfitt að stöðva svindl af þessum toga þar sem svikahrapparnir búi til sínar eigin heimasíður og símanúmerin virðast valin handahófskennt. „. Við erum í stöðugum samskiptum við netöryggisdeild DHL í Evrópu sem rannsakar málið og gerir sitt besta í að loka þessum síðum,“ segir í tilkynningu DHL. Þá er viðskiptavinum bent á að þeir sem eiga von á sendingu með DHL fái greiðsluseðil í heimabanka. Aldrei séu send skilaboð með hlekk á vefslóð með SMS eða tölvupósti þar sem óskað er eftir kreditkortaupplýsingum. „Ef þú átt von á sendingu með DHL sem er komin til landsins þá færðu sms frá DHL á Íslandi um að sendingin sé komin og getur þú þá valið um afhendingarmöguleika með því að smella á hlekkinn,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við viljum því ítreka að fólk smelli aldrei á hlekki eða linka í skilaboðum sem virðast koma frá DHL ef beðið er um greiðsluuplýsingar. Gefið aldrei upp kreditkortaupplýsingar í gegnum hlekki því við sendum alltaf greiðsluseðil í heimabanka.“ Netglæpir Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Þetta svindl fer þannig fram að óprúttnir aðilar senda á nokkur þúsund handahófskennd íslensk símanúmer og vonast til þess að einhver af þeim eigi von á sendingu með DHL. Og þar sem yfir þúsund einstaklingar hér á landi eiga von á sendingu með DHL á hverjum degi þá eru því miður töluverðar líkur á því að einhver smelli á hlekkinn í góðri trú og gefi upp kortanúmerið sitt í framhaldinu,“ segir í tilkynningunni. Því miður hafi reynst erfitt að stöðva svindl af þessum toga þar sem svikahrapparnir búi til sínar eigin heimasíður og símanúmerin virðast valin handahófskennt. „. Við erum í stöðugum samskiptum við netöryggisdeild DHL í Evrópu sem rannsakar málið og gerir sitt besta í að loka þessum síðum,“ segir í tilkynningu DHL. Þá er viðskiptavinum bent á að þeir sem eiga von á sendingu með DHL fái greiðsluseðil í heimabanka. Aldrei séu send skilaboð með hlekk á vefslóð með SMS eða tölvupósti þar sem óskað er eftir kreditkortaupplýsingum. „Ef þú átt von á sendingu með DHL sem er komin til landsins þá færðu sms frá DHL á Íslandi um að sendingin sé komin og getur þú þá valið um afhendingarmöguleika með því að smella á hlekkinn,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við viljum því ítreka að fólk smelli aldrei á hlekki eða linka í skilaboðum sem virðast koma frá DHL ef beðið er um greiðsluuplýsingar. Gefið aldrei upp kreditkortaupplýsingar í gegnum hlekki því við sendum alltaf greiðsluseðil í heimabanka.“
Netglæpir Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira