Elín hefur varið mark Vendsyssel frá árinu 2018 þegar hún yfirgaf Hauka. Hún komst með liðinu upp í úrvalsdeild í fyrra en féll með því nú í vor.
Með skiptunum yfir til Ringköbing verður Elín Jóna hins vegar áfram í úrvalsdeildinni þar sem hún stóð sig vel og varði 222 skot á leiktíðinni. Ringköbing verður nýliði í deildinni eftir að hafa unnið 1. deildina.
„Elín er ofurspennandi markvörður sem við höfum fylgst grannt með síðustu tvö tímabil bæði í Vendsyssel og í íslenska landsliðinu,“ sagði Jesper Holmris, þjálfari Vendsyssel.
„Á þessari leiktíð hefur hún fengið dýrmæta reynslu í efstu deild og sannað sig á háu stigi. Við duttum í lukkupottinn með því að fá Elínu og ég er sannfærður um að hún passi fullkomlega inn í Ringköbing Håndbold, innan sem utan vallar,“ sagði Holmris.
Elín Jóna lék sinn 29. A-landsleik í Slóveníu á laugardaginn og leikur því sinn þrítugasta landsleik á Ásvöllum á miðvikudag þegar seinni umspilsleikurinn fer fram.