Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 09:26 Perseverance slakaði Ingenuity niður á litlum „flugvelli“ á yfirborði Mars 30. mars. Fyrsta tilraunaflugferð vængjunnar var á dagskrá í morgun. NASA/JPL-Caltech/MSSS Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. Tilraunaflugferðin átti að hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að streyma fyrstu myndunum og niðurstöðum flugferðarinnar í beinni útsendingu klukkan 10:15. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlunin var að láta Ingenuity svífa upp í þriggja metra hæð í fjörutíu sekúndur. Perseverance könnunarjeppinn sem flutti Ingenuity með sér til Mars fylgist með tilraunaflugferðinni með myndavélum sínum í um hundrað metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar sem berast eiga að vera úr svarthvítri myndavél á kviði Ingenuity. Space.com segir að myndir frá Perseverance og annarri myndavél Ingenuity verði líklega birtar síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem menn reyna að fljúga farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en vængjunni er aðeins ætlað að láta reyna á aðstæður til flugs. Upphaflega stóð til að reyna fyrsta tilraunaflugferðina fyrr í þessum mánuði en því var frestað eftir að hnökrar komu upp þegar mótor vængjunnar var prófaður. Þurftu verkfræðingar leiðangursins að uppfæra hugbúnað Ingenuity í framhaldinu. Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01 Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Tilraunaflugferðin átti að hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að streyma fyrstu myndunum og niðurstöðum flugferðarinnar í beinni útsendingu klukkan 10:15. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlunin var að láta Ingenuity svífa upp í þriggja metra hæð í fjörutíu sekúndur. Perseverance könnunarjeppinn sem flutti Ingenuity með sér til Mars fylgist með tilraunaflugferðinni með myndavélum sínum í um hundrað metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar sem berast eiga að vera úr svarthvítri myndavél á kviði Ingenuity. Space.com segir að myndir frá Perseverance og annarri myndavél Ingenuity verði líklega birtar síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem menn reyna að fljúga farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en vængjunni er aðeins ætlað að láta reyna á aðstæður til flugs. Upphaflega stóð til að reyna fyrsta tilraunaflugferðina fyrr í þessum mánuði en því var frestað eftir að hnökrar komu upp þegar mótor vængjunnar var prófaður. Þurftu verkfræðingar leiðangursins að uppfæra hugbúnað Ingenuity í framhaldinu.
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01 Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01
Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30