Tveir íslenskir hestar felldir vegna skæðrar veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 13:29 Tveir íslenskir hestar í Þýskalandi voru felldir vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Skæð herpesveira sem herjað hefur á hesta í Evrópu hefur greinst í íslenskum hestum á að minnsta kosti fjórum búgörðum í Þýskalandi. Þurft hefur að fella tvo íslenska hesta vegna sjúkdómsins sem veiran veldur, að því er fram kemur í tilkynningu Landssamtaka íslenska hestsins í Þýskalandi. Eiðfaxi greindi fyrst frá. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir að þetta hafi talsverða þýðingu fyrir íslenskt hestasamfélag. „Íslenska hestasamfélagið er í gríðarlega miklum tengslum við hið alþjóðlega, þar á meðal í Þýskalandi, ekki síst, og það er ákveðin hætta á að þessi herpesveira geti borist til landsins með ferðum fólks, ef það gætir sín ekki nógu vel að fylgja öllum þeim ströngu reglum sem við erum með.“ Bannað er að flytja lifandi hesta til landsins. „En notaðan búnað er líka bannað að flytja til landsins og allan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta þarf að hreins og sótthreinsa eftir tilteknum reglum.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.Aðsend Þetta gæti haft áhrif á mótahald íslenska hestsins erlendis. „Það hefur verið bann við mótahaldi þar undanfarið við þessum faraldri sem gengur þar. Þetta er fyrst og fremst í öðrum hestakynjum en auðvitað var þess að vænta að það gæti borist þannig í íslenska hestinn þarna úti því íslenski hesturinn er ekki haldinn aðskilinn frá öðrum hestakynjum,“ segir Sigríður. „Það getur haft áhrif. Það er heldur verið að létta á mótahaldinu en á móti kemur að þessi faraldur hefur leitt vel í ljós hversu samþjöppun hrossa á mótasvæðum er gríðarlega hættuleg þegar kemur að hættunni á smitsjúkdómum, þannig að til lengri tíma getur þetta allt haft áhrif.“ Hestar Dýraheilbrigði Þýskaland Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Eiðfaxi greindi fyrst frá. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir að þetta hafi talsverða þýðingu fyrir íslenskt hestasamfélag. „Íslenska hestasamfélagið er í gríðarlega miklum tengslum við hið alþjóðlega, þar á meðal í Þýskalandi, ekki síst, og það er ákveðin hætta á að þessi herpesveira geti borist til landsins með ferðum fólks, ef það gætir sín ekki nógu vel að fylgja öllum þeim ströngu reglum sem við erum með.“ Bannað er að flytja lifandi hesta til landsins. „En notaðan búnað er líka bannað að flytja til landsins og allan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta þarf að hreins og sótthreinsa eftir tilteknum reglum.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.Aðsend Þetta gæti haft áhrif á mótahald íslenska hestsins erlendis. „Það hefur verið bann við mótahaldi þar undanfarið við þessum faraldri sem gengur þar. Þetta er fyrst og fremst í öðrum hestakynjum en auðvitað var þess að vænta að það gæti borist þannig í íslenska hestinn þarna úti því íslenski hesturinn er ekki haldinn aðskilinn frá öðrum hestakynjum,“ segir Sigríður. „Það getur haft áhrif. Það er heldur verið að létta á mótahaldinu en á móti kemur að þessi faraldur hefur leitt vel í ljós hversu samþjöppun hrossa á mótasvæðum er gríðarlega hættuleg þegar kemur að hættunni á smitsjúkdómum, þannig að til lengri tíma getur þetta allt haft áhrif.“
Hestar Dýraheilbrigði Þýskaland Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira