„Ég er miður mín að þurfa að tilkynna það að eftir hetjulega baráttu við krabbamein, þá er hin fallega og magnaða kona Helen McCrory látin,“ skrifar Lewis. McCrory lést á heimili sínu umvafin ástvinum sínum að sögn eiginmanns hennar.
„Hún dó eins og hún lifði. Óttalaus. Guð hvað við elskum hana og við vitum hversu heppin við vorum að hafa fengið hana í líf okkar.“
McCrory var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Peaky Blinders þar sem hún lék Aunt Polly. Þá lék hún einnig í þremur Harry Potter myndum þar sem hún fór með hlutverk Narcissu Malfoy, eiginkonu Lucius Malfoy og móður Draco Malfoy.
— Damian Lewis (@lewis_damian) April 16, 2021