Kristín Eiríksdóttir segir Systrabönd afbökun á sínu verki Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2021 16:48 Silja Hauksdóttir segir að um ólík verk sé að ræða en Kristín telur svo ekki vera. Samkvæmt heimildum Vísis eru málaferli vegna þessa í undirbúningi. Kristín greindi frá því í áhrifamiklum pistli í Víðsjá nú síðdegis hvernig það hafi verið sem spark í maga að komast að því að Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory. Þáttaröðin Systrabönd, í leikstjórn Silju Hauksdóttir, var sýnd í Sjónvarpi Símans um páskana; fjallar um þrjár konur sem þurfa að horfast í augun við fortíð sína þegar jarðneskar leifar stúlku sem hvarf sporlaust á Snæfellsnesi á tíunda áratugnum finnast. Fljótlega fór að bera á röddum á samfélagsmiðlum sem bentu á að þarna væri nánast um sama efni og upplegg að ræða og er í leikritinu Hystory eftir Kristínu sem leikhópurinn Sokkabandið sýndi í Borgarleikhúsinu 2015. Og hefur að efni til verið gefið út á bók. Samkvæmt heimildum Vísis stefnir í dómsmál vegna höfundarréttarstulds en Kristín flutti pistil í Víðsjá þar sem hún fór yfir það hvernig málið horfir við henni. Og sú mynd er afgerandi dökk. Spark í magann Kristín vitnaði til innslags í menningunni í RÚV, sem henni var bent á, en þar var fjallað um Systrabönd sem að efni til væri alveg eins og Hystory. Efnistök og söguþráður; upplegg. Kristín sagði að enginn ætti einkarétt á þremur miðaldra konum sem hittast aldarfjórðungi eftir að hafa drepið unglingsstúlku í afbrýðikasti. Vegna stráks. Eftir að hafa drukkið of mikinn landa. Og neyðast til að díla við það. En þetta hafi verið Déjà vu fyrir Kristínu. Þar hafi verið talað á nákvæmlega þeim sömu nótum og aðstandendur Hystory hafi gert; áherslur svo sem hvernig atburðir sem slíkir hafi mótað líf persóna, að lifa með skömminni og sektinni. Þetta væri sem tekið beint upp úr leikritinu og verið aðalatriði þáttanna. „Umfjöllunarefni eru ekki varin höfundarrétti. En að útfæra sömu söguna með sömu áherslum, má það virkilega?“ Kristín segir að það hafi verið sem spark í magann. Hún segir að Hystory hafi verið aðgengilegt öllum aðstandendum Systrabanda, sérstaklega þó aðgengilegt einum þeirra, Jóhanni Ævari Grímssyni sem átti frumkvæðið að verkefninu, skrifaði handritið ásamt Björgu Magnúsdóttur sjónvarps- og útvarpskonu hjá RÚV. Jóhann frumsýndi verk á sama leikári, í Borgarleikhúsinu og Hystory: Kennith Mána. Jóhann Ævar hefur, að sögn Kristínar, tiltekið í tveimur viðtölum að hann hafi fengið hugmyndina að Systraböndum síðla hausts 2014. Kannski hefur hann fengið hana á kynningarfundi í Borgarleikhúsinu? Eða villst inn á æfingu í Borgarleikhúsinu? spyr Kristín. Hún segir að sér sýnist um afbökun á sínu höfundarverki að ræða. Silja segir að um ólík verk sé að ræða Silja Hauksdóttir, leikstjóri og einn handritshöfunda Systrabanda, sagði um það í Lestinni á Rás 1 nýverið að aðstandendur Systrabanda viti af þessum líkindum en að um tvö ólík verk væri að ræða. Og eigi sér sitthvorn innblásturinn. „Systrabönd er innblásin af morði á stúlku í Bandaríkjunum 1992, sem var myrt af fjórum stúlkum. Mér skilst að verkið Hystory sé innblásið af íslenskum ofbeldisglæp. Það sem við höfum verið upptekin af í kringum ferlið í Systraböndum er að einblína á persónur sem eru að glíma við óuppgerðar sakir sínar. En þetta er alveg magnað hvað við erum öll oft að tappa inn í svipað sköpunarhiminhvolf og það var algjörlega tilfellið,“ sagði Silja. Höfundarréttur Leikhús Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Þáttaröðin Systrabönd, í leikstjórn Silju Hauksdóttir, var sýnd í Sjónvarpi Símans um páskana; fjallar um þrjár konur sem þurfa að horfast í augun við fortíð sína þegar jarðneskar leifar stúlku sem hvarf sporlaust á Snæfellsnesi á tíunda áratugnum finnast. Fljótlega fór að bera á röddum á samfélagsmiðlum sem bentu á að þarna væri nánast um sama efni og upplegg að ræða og er í leikritinu Hystory eftir Kristínu sem leikhópurinn Sokkabandið sýndi í Borgarleikhúsinu 2015. Og hefur að efni til verið gefið út á bók. Samkvæmt heimildum Vísis stefnir í dómsmál vegna höfundarréttarstulds en Kristín flutti pistil í Víðsjá þar sem hún fór yfir það hvernig málið horfir við henni. Og sú mynd er afgerandi dökk. Spark í magann Kristín vitnaði til innslags í menningunni í RÚV, sem henni var bent á, en þar var fjallað um Systrabönd sem að efni til væri alveg eins og Hystory. Efnistök og söguþráður; upplegg. Kristín sagði að enginn ætti einkarétt á þremur miðaldra konum sem hittast aldarfjórðungi eftir að hafa drepið unglingsstúlku í afbrýðikasti. Vegna stráks. Eftir að hafa drukkið of mikinn landa. Og neyðast til að díla við það. En þetta hafi verið Déjà vu fyrir Kristínu. Þar hafi verið talað á nákvæmlega þeim sömu nótum og aðstandendur Hystory hafi gert; áherslur svo sem hvernig atburðir sem slíkir hafi mótað líf persóna, að lifa með skömminni og sektinni. Þetta væri sem tekið beint upp úr leikritinu og verið aðalatriði þáttanna. „Umfjöllunarefni eru ekki varin höfundarrétti. En að útfæra sömu söguna með sömu áherslum, má það virkilega?“ Kristín segir að það hafi verið sem spark í magann. Hún segir að Hystory hafi verið aðgengilegt öllum aðstandendum Systrabanda, sérstaklega þó aðgengilegt einum þeirra, Jóhanni Ævari Grímssyni sem átti frumkvæðið að verkefninu, skrifaði handritið ásamt Björgu Magnúsdóttur sjónvarps- og útvarpskonu hjá RÚV. Jóhann frumsýndi verk á sama leikári, í Borgarleikhúsinu og Hystory: Kennith Mána. Jóhann Ævar hefur, að sögn Kristínar, tiltekið í tveimur viðtölum að hann hafi fengið hugmyndina að Systraböndum síðla hausts 2014. Kannski hefur hann fengið hana á kynningarfundi í Borgarleikhúsinu? Eða villst inn á æfingu í Borgarleikhúsinu? spyr Kristín. Hún segir að sér sýnist um afbökun á sínu höfundarverki að ræða. Silja segir að um ólík verk sé að ræða Silja Hauksdóttir, leikstjóri og einn handritshöfunda Systrabanda, sagði um það í Lestinni á Rás 1 nýverið að aðstandendur Systrabanda viti af þessum líkindum en að um tvö ólík verk væri að ræða. Og eigi sér sitthvorn innblásturinn. „Systrabönd er innblásin af morði á stúlku í Bandaríkjunum 1992, sem var myrt af fjórum stúlkum. Mér skilst að verkið Hystory sé innblásið af íslenskum ofbeldisglæp. Það sem við höfum verið upptekin af í kringum ferlið í Systraböndum er að einblína á persónur sem eru að glíma við óuppgerðar sakir sínar. En þetta er alveg magnað hvað við erum öll oft að tappa inn í svipað sköpunarhiminhvolf og það var algjörlega tilfellið,“ sagði Silja.
Höfundarréttur Leikhús Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira