Var búinn að sætta sig við það að eignast aldrei börn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 07:01 Valdimar Guðmundsson á von á barni með kærustunni sinni þann 15. júlí. vísir/vilhelm Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við Sjá meira
Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”