Berjumst gegn bakslaginu Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. apríl 2021 15:01 Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Síðustu ár hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna ítrekað hvatt ríki heims til dáða í jafnréttismálum. Aðalritarinn hefur minnt á að áunnin réttindi geti glatast og því þurfi alltaf að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Í því samhengi talar hann ekki bara um bakslag, heldur hreinlega „pushback“ - að verið sé að þrýsta á móti. Það undirstrikar að ekki er um er að ræða einhverja tilfallandi þróun heldur skipulagða aðför afturhaldssamra afla í pólitík, sem vilja „þrýsta jafnréttinu aftur.“ Tangarsókn afturhalds í Evrópu Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þessa aðför í verki. Í Póllandi hefur t.a.m. verið þrengt að réttindum fólks á síðustu misserum með stórhertri löggjöf um þungunarrof og sérstökum „hinseginlausum svæðum.“ Sambærileg þróun hefur átt sér stað annars staðar í Evrópu, enda er aðför að réttindum í einu landi árás á réttindi alls staðar. Afturhaldsöflin eru víða og árásir þeirra eru skipulagðar. Nú skal grafið undan Istanbúl-samningnum, fyrsta lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Þrjátíu og fjögur ríki hafa fullgilt samninginn, Ísland þeirra á meðal, og telja þau því að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé óásættanlegt og renna þannig traustari stoðum undir mannréttindi alls fólks. Samningurinn er framsækinn, mikilvægur og þyrnir í augum afturhaldsafla. Umræða gegn aðild að Istanbúl-samningnum hefur náð rótfestu í mörgum löndum, en lengst hefur hún gengið í Póllandi og Tyrklandi. Stjórnvöld þar hafa síðustu misseri stefnt að því að rifta samningnum og þann 20. mars sl. tilkynntu tyrknesk stjórnvöld Evrópuráðinu að þau segðu sig frá Istanbúl-samningnum. Frumvarp sem miðar að sama marki gekk til nefnda pólska þingsins 30. mars. Sendum skýr skilaboð Þessi skipulagða aðför gefur tilefni til að hafa áhyggjur af afdrifum samningsins. Ákvörðun Pólverja og Tyrkja setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði standa höllum fæti. Kvenréttindasamtök um alla Evrópu hafa enda lýst áhyggjum af þessari þróun og hvatt ríkisstjórnir til að berjast gegn þessu bakslagi í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Þeirra á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem sendi áskorun þess efnis til forsætis- og utanríkisráðherra þann 30. mars. Hér er tækifæri fyrir Ísland að tala skýrt. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða sem styðja við Istanbúl-samninginn. Sýna að Íslendingum er ekki sama um framgang afturhaldsaflanna sem grafa leynt og ljóst undan réttindum meðborgara okkar. Með tillögunni er lagt til að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu með Istanbúl-samningnum, sýni pólitíska forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og stuðning við kvenréttindi á alþjóðavísu. Aðför á einum stað er enda árás alls staðar. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mannréttindi Píratar Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Síðustu ár hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna ítrekað hvatt ríki heims til dáða í jafnréttismálum. Aðalritarinn hefur minnt á að áunnin réttindi geti glatast og því þurfi alltaf að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Í því samhengi talar hann ekki bara um bakslag, heldur hreinlega „pushback“ - að verið sé að þrýsta á móti. Það undirstrikar að ekki er um er að ræða einhverja tilfallandi þróun heldur skipulagða aðför afturhaldssamra afla í pólitík, sem vilja „þrýsta jafnréttinu aftur.“ Tangarsókn afturhalds í Evrópu Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þessa aðför í verki. Í Póllandi hefur t.a.m. verið þrengt að réttindum fólks á síðustu misserum með stórhertri löggjöf um þungunarrof og sérstökum „hinseginlausum svæðum.“ Sambærileg þróun hefur átt sér stað annars staðar í Evrópu, enda er aðför að réttindum í einu landi árás á réttindi alls staðar. Afturhaldsöflin eru víða og árásir þeirra eru skipulagðar. Nú skal grafið undan Istanbúl-samningnum, fyrsta lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Þrjátíu og fjögur ríki hafa fullgilt samninginn, Ísland þeirra á meðal, og telja þau því að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé óásættanlegt og renna þannig traustari stoðum undir mannréttindi alls fólks. Samningurinn er framsækinn, mikilvægur og þyrnir í augum afturhaldsafla. Umræða gegn aðild að Istanbúl-samningnum hefur náð rótfestu í mörgum löndum, en lengst hefur hún gengið í Póllandi og Tyrklandi. Stjórnvöld þar hafa síðustu misseri stefnt að því að rifta samningnum og þann 20. mars sl. tilkynntu tyrknesk stjórnvöld Evrópuráðinu að þau segðu sig frá Istanbúl-samningnum. Frumvarp sem miðar að sama marki gekk til nefnda pólska þingsins 30. mars. Sendum skýr skilaboð Þessi skipulagða aðför gefur tilefni til að hafa áhyggjur af afdrifum samningsins. Ákvörðun Pólverja og Tyrkja setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði standa höllum fæti. Kvenréttindasamtök um alla Evrópu hafa enda lýst áhyggjum af þessari þróun og hvatt ríkisstjórnir til að berjast gegn þessu bakslagi í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Þeirra á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem sendi áskorun þess efnis til forsætis- og utanríkisráðherra þann 30. mars. Hér er tækifæri fyrir Ísland að tala skýrt. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða sem styðja við Istanbúl-samninginn. Sýna að Íslendingum er ekki sama um framgang afturhaldsaflanna sem grafa leynt og ljóst undan réttindum meðborgara okkar. Með tillögunni er lagt til að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu með Istanbúl-samningnum, sýni pólitíska forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og stuðning við kvenréttindi á alþjóðavísu. Aðför á einum stað er enda árás alls staðar. Höfundur er þingmaður Pírata
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun