Fólk sem á heitan pott kann að skemmta sér Heitirpottar.is 15. apríl 2021 08:50 Kristján og Sólveig Lilja ásamt Sigga Hlö á opnun verslunarinnar Heitirpottar.is um liðna helgi. Fiskikóngurinn selur víst ekki bara fisk. Kristján Berg og Sólveig Lilja hafa opnað glæsilega sérverslun með heita potta. „Það er lykilatriði að hafa gaman í lífinu og fólk sem kann að skemmta sér, það á heitan pott í garðinum,“ segir Kristján Berg, fiskikóngur og eigandi heitirpottar.is en hann og eiginkona hans, Sólveig Lilja, opnuðu glæsilega verslun með heita potta, sundlaugar og saunaklefa að Fosshálsi 13 um liðna helgi. Mikið var um dýrðir við opnunina, diskókúla í loftinu og Siggi Hlö þeytti skífum í beinni útsendingu á Bylgjunni. „Við gerum allt sem ekki má, opnum diskótek inni í búð meðan allir næturklúbbar eru lokaðir og seljum sundlaugar þegar lokað er í sund,“ segir Kristján hlæjandi en samkomubannið hefur reynst mörgum erfitt. „Það getur enginn bannað fólki að fara í bað heima hjá sér og við viljum gleðja landann,“ segir hann enda hafi Íslendingar fjárfest í heitum pottum sem aldrei fyrr og salan áttfaldast í apríl og mars. Eitt mesta úrval landsins af heitum pottum er að finna í nýjui versluninni. „Fólk fer að hugsa inn á við í svona ástandi og vill geta notið heima hjá sér, styrkt fjölskylduna og sjálft sig. Við erum stærsta sérverslun sinnar tegundar á Íslandi með potta frá A til Ö, rafmagnspotta, heitaveituskeljar, saunaklefa og svo nýjasta nýtt, köldu pottana. Sumir vilja pína sig í þeim og segja það hollt. En auðvitað er líka hægt að setja heitt vatn í þá ef kuldinn verður óþægilegur,“ segir Kristján sposkur. „Svo erum við með 5000 lítra potta sem eru eins og sundlaugar, með mótor sem keyrir vatnið á móti þér svo hægt er að synda á staðnum með því að smeygja sér í teygju sem fest er við bakkann. Við erum einnig með allskonar aukahluti, vindsængur, hreinsefni, síur og háfa. Þú færð í raun allt fyrir heita pottinn á einum stað hjá okkur, nema sundfötin. Stuð og stemming ræður ríkjum í versluninni alla daga. Diskóstemmingin dunar áfram Kristján er þekktastur fyrir að selja fisk en hefur selt heita potta í sextán ár. Hann á sér einnig aðra hlið sem DJ. „Ég vil kalla Sigga Hlö Pottakónginn því er alltaf í stuði til að koma fólki í heitum pottum í stuð en ég tók við af Sigga sem DJ í Seljaskóla á sínum tíma. Það fara náttúrlega ekki margir í skóna hans en ég er enn að. Ég var með DJ græjurnar uppi heima en fór með þær hingað í búðina eftir kvartanir frá konunni. Þetta gerir stormandi lukku í búðinni. Við lækkum bara aðeins þegar viðskiptavinir koma inn, eða ekki, það fer eftir stuðinu. Aðalatriðið er að skemmta sér og fólk sem á heita potta kann það.“ Verslunin er að Fosshálsi 13. Þáttinn hans Sigga Hlö, Veistu hver ég var?, sem sendur var út frá nýju verslun Heitirpottar.is á laugardaginn síðasta má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan: Verslun Tímamót Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Telur að um dulda launahækkun skrifstofufólks sé að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
„Það er lykilatriði að hafa gaman í lífinu og fólk sem kann að skemmta sér, það á heitan pott í garðinum,“ segir Kristján Berg, fiskikóngur og eigandi heitirpottar.is en hann og eiginkona hans, Sólveig Lilja, opnuðu glæsilega verslun með heita potta, sundlaugar og saunaklefa að Fosshálsi 13 um liðna helgi. Mikið var um dýrðir við opnunina, diskókúla í loftinu og Siggi Hlö þeytti skífum í beinni útsendingu á Bylgjunni. „Við gerum allt sem ekki má, opnum diskótek inni í búð meðan allir næturklúbbar eru lokaðir og seljum sundlaugar þegar lokað er í sund,“ segir Kristján hlæjandi en samkomubannið hefur reynst mörgum erfitt. „Það getur enginn bannað fólki að fara í bað heima hjá sér og við viljum gleðja landann,“ segir hann enda hafi Íslendingar fjárfest í heitum pottum sem aldrei fyrr og salan áttfaldast í apríl og mars. Eitt mesta úrval landsins af heitum pottum er að finna í nýjui versluninni. „Fólk fer að hugsa inn á við í svona ástandi og vill geta notið heima hjá sér, styrkt fjölskylduna og sjálft sig. Við erum stærsta sérverslun sinnar tegundar á Íslandi með potta frá A til Ö, rafmagnspotta, heitaveituskeljar, saunaklefa og svo nýjasta nýtt, köldu pottana. Sumir vilja pína sig í þeim og segja það hollt. En auðvitað er líka hægt að setja heitt vatn í þá ef kuldinn verður óþægilegur,“ segir Kristján sposkur. „Svo erum við með 5000 lítra potta sem eru eins og sundlaugar, með mótor sem keyrir vatnið á móti þér svo hægt er að synda á staðnum með því að smeygja sér í teygju sem fest er við bakkann. Við erum einnig með allskonar aukahluti, vindsængur, hreinsefni, síur og háfa. Þú færð í raun allt fyrir heita pottinn á einum stað hjá okkur, nema sundfötin. Stuð og stemming ræður ríkjum í versluninni alla daga. Diskóstemmingin dunar áfram Kristján er þekktastur fyrir að selja fisk en hefur selt heita potta í sextán ár. Hann á sér einnig aðra hlið sem DJ. „Ég vil kalla Sigga Hlö Pottakónginn því er alltaf í stuði til að koma fólki í heitum pottum í stuð en ég tók við af Sigga sem DJ í Seljaskóla á sínum tíma. Það fara náttúrlega ekki margir í skóna hans en ég er enn að. Ég var með DJ græjurnar uppi heima en fór með þær hingað í búðina eftir kvartanir frá konunni. Þetta gerir stormandi lukku í búðinni. Við lækkum bara aðeins þegar viðskiptavinir koma inn, eða ekki, það fer eftir stuðinu. Aðalatriðið er að skemmta sér og fólk sem á heita potta kann það.“ Verslunin er að Fosshálsi 13. Þáttinn hans Sigga Hlö, Veistu hver ég var?, sem sendur var út frá nýju verslun Heitirpottar.is á laugardaginn síðasta má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:
Verslun Tímamót Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Telur að um dulda launahækkun skrifstofufólks sé að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira