Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 00:00 Fastagestir sundlauganna geta nú tekið gleði sína á ný. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tók gildi á miðnætti. Helstu breytingar fela í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu manns og hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt á ný með takmörkunum. Þá geta skíðasvæði og sviðslistir aftur hafið starfsemi þar sem fimmtíu mega vera saman á sviði og hundrað í hólfum úti í sal. Í skólum fer fjarlægðarreglan tveimur metrum í einn og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Gert er ráð fyrir því að nýju reglurnar gildi í þrjár vikur eða til og með 5. maí. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði tilslakanirnar vera umtalsverðar enda hafi okkur gengið vel.Vísir/Vilhelm Í samræmi við væntingar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti tilslakanirnar á þriðjudag. Sagði hún breytingarnar í samræmi við þær væntingar sem stjórnvöld höfðu þegar „gripið var í handbremsuna“ fyrir þremur vikum. Þær aðgerðirnar byggðu í stórum dráttum á þeim sem notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins í haust. Svandís og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonuðust til að snögg viðbrögð yrðu til þess að hefja mætti afléttingu fyrr í þetta skiptið. Svo varð raunin og vakti það athygli þegar Svandís lýsti því yfir að nýja reglugerðin myndi taka gildi á fimmtudag, einum degi fyrr en Þórólfur lagði til. Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum: Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar með allt að 100 áhorfendum sem skulu skráðir í sæti. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir. Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar. Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt. Tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu Tiltölulega fá kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðastliðna daga en bæði Svandís og Þórólfur hafa sagt það ákveðið hættumerki að enn séu að greinast smit utan sóttkvíar. Það er þó mat sóttvarnalæknis að búið sé að koma í veg fyrir þá bylgju sem hefði mögulega getað farið af stað. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að frá því að aðgerðir á landamærum voru hertar síðast hafi daglegum smitum fækkað. Er þar meðal annars vísað til kröfu um sýnatöku hjá börnum og ferðamönnum með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu og auknu eftirliti með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun. Þannig hafi tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu eða útbreiðslu smita. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Þá geta skíðasvæði og sviðslistir aftur hafið starfsemi þar sem fimmtíu mega vera saman á sviði og hundrað í hólfum úti í sal. Í skólum fer fjarlægðarreglan tveimur metrum í einn og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Gert er ráð fyrir því að nýju reglurnar gildi í þrjár vikur eða til og með 5. maí. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði tilslakanirnar vera umtalsverðar enda hafi okkur gengið vel.Vísir/Vilhelm Í samræmi við væntingar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti tilslakanirnar á þriðjudag. Sagði hún breytingarnar í samræmi við þær væntingar sem stjórnvöld höfðu þegar „gripið var í handbremsuna“ fyrir þremur vikum. Þær aðgerðirnar byggðu í stórum dráttum á þeim sem notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins í haust. Svandís og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonuðust til að snögg viðbrögð yrðu til þess að hefja mætti afléttingu fyrr í þetta skiptið. Svo varð raunin og vakti það athygli þegar Svandís lýsti því yfir að nýja reglugerðin myndi taka gildi á fimmtudag, einum degi fyrr en Þórólfur lagði til. Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum: Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar með allt að 100 áhorfendum sem skulu skráðir í sæti. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir. Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar. Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt. Tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu Tiltölulega fá kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðastliðna daga en bæði Svandís og Þórólfur hafa sagt það ákveðið hættumerki að enn séu að greinast smit utan sóttkvíar. Það er þó mat sóttvarnalæknis að búið sé að koma í veg fyrir þá bylgju sem hefði mögulega getað farið af stað. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að frá því að aðgerðir á landamærum voru hertar síðast hafi daglegum smitum fækkað. Er þar meðal annars vísað til kröfu um sýnatöku hjá börnum og ferðamönnum með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu og auknu eftirliti með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun. Þannig hafi tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu eða útbreiðslu smita.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira