Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að skammtarnir dugi til að bólusetja um 96 þúsund einstaklinga.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í morgun að samkomulag hefði náðst um afhendingu skammtanna en áður áttu þeir að berast á síðasta ársfjórðungi 2021.
Sjá einnig: Pfizer flýtir afhendingu bóluefna til Evrópu
Ísland tekur þátt í samstarfi Evrópuþjóða um bóluefnakaup og er þeim útdeilt hlutfallslega miðað við íbúafjölda til ríkja. Finna má ýmsar upplýsingar um bólusetningu hér á landi hér á vef almannavarna.