Landsmenn eigi að ferðast í svefnherberginu í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 13:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hvatti frjósemisgyðjuna til dáða í ræðu sinni á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Landsmenn ættu ekki að gleyma því að ferðast í svefnherberginu í sumar að mati Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Fæðingartíðnin sé of lág til þess að viðhalda velferðarkerfi Íslendinga til framtíðar. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag vakti Þorbjörg Sigríður athygli á því að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri, eða dregist saman um því sem nemur að meðaltali hálfu barni á hverja konu á tíu árum. Fram til árisns 2010 hafi fæðingartíðnin hér á landi verið sú hæsta í Evópu en sé nú í sjötta sæti. Þegar Ísland hafi verið á toppnum hafi meðaltalið verið 2,2 börn á hverja konu. Hún vísaði til þess að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi í nýársávarpi sínu hvatt landsmenn til þess að eignast fleiri börn. Þetta ætti einnig að gera hér á landi til þess að viðhalda megi velferðarkerfinu til framtíðar. „Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Mynd/ Getty. „Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra.“ Því væri rétt að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða. „Um þetta ættu landsmenn að hugsa núna þegar þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar, að gleyma þá ekki að ferðast kannski bara dálítið svefnherberginu,“ sagði Þorbjörg. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um tvö hundruð þúsund á tíu árum. Og með þetta í huga, og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum, ættum við líka að hlusta á Ernu [Solberg]. Fyrir land og þjóð og fyrir ríkiskassann,“ sagði Þorbjörg. Alþingi Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag vakti Þorbjörg Sigríður athygli á því að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri, eða dregist saman um því sem nemur að meðaltali hálfu barni á hverja konu á tíu árum. Fram til árisns 2010 hafi fæðingartíðnin hér á landi verið sú hæsta í Evópu en sé nú í sjötta sæti. Þegar Ísland hafi verið á toppnum hafi meðaltalið verið 2,2 börn á hverja konu. Hún vísaði til þess að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi í nýársávarpi sínu hvatt landsmenn til þess að eignast fleiri börn. Þetta ætti einnig að gera hér á landi til þess að viðhalda megi velferðarkerfinu til framtíðar. „Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Mynd/ Getty. „Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra.“ Því væri rétt að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða. „Um þetta ættu landsmenn að hugsa núna þegar þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar, að gleyma þá ekki að ferðast kannski bara dálítið svefnherberginu,“ sagði Þorbjörg. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um tvö hundruð þúsund á tíu árum. Og með þetta í huga, og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum, ættum við líka að hlusta á Ernu [Solberg]. Fyrir land og þjóð og fyrir ríkiskassann,“ sagði Þorbjörg.
Alþingi Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59